Heimili og skóli - 01.04.1953, Qupperneq 5

Heimili og skóli - 01.04.1953, Qupperneq 5
Heimili og skóli TÍMARIT UM UPPELDISMÁL 12. árgangur Marz—Apríl 1953 2. hefti Eru próf í barnaskólum nauðsynleg? Fastheldni við próf er ákaflega mik- il á íslandi. Þess vegna, meðal annars, hefur lýðháskólahreyfingin átt svo erf- itt uppdráttar hér. Þegar héraðsskól- arnir voru stofnaðir, væntu margir þess, að þarna væru að rísa upp menntastofnanir, sem teldu sig hafa ráð á að hafna prófum, eitthvað í lík- ingu við lýðháskólana dönsku, sem eru grundvöllur alþýðumenntunar- innar þar í landi, en í reyndinni urðu þetta venjulegir gagnfræðaskólar með tilheyradi prófum, og með fræðslulög- unum nýju, voru þeir reyrðir í enn þá fastari fjötra prófa og einkunnagjafa. Próf í einhverri mynd eru í fljótu bragði eðlileg, og sums staðar eru þau sjálfsögð. Bæði er það, að kennarar vilja sjá árangur verka sinna, og svo vilja skólayfirvöld og aðstandendur nemenda einnig sjá árangur skóla- kennslunnar. Prófin hafa vafalaust átt, og eiga kannske enn, að vera að- hald fyrir duglitla kennara. Þau eiga að vera eins konar varúðarráðstöfun, sem þjóðfélagið gerir, til þess að kenn- ara hafi hæfilegt aðhald í starfi sínu. Það er hugsanlegt, að þeir kennarar séu til, sem þurfa á því at halda, en ég efast þó um það. F.n á það má benda, að þarna eru prófin svo óná- kvæmur mælikvarði, að sé svo, að til séu svikulir kennarar, geta þeir vissu- lega á margan hátt farið í kringum prófin til þess að gera hlut sinn betri. Hins vegar hafa prófin svo marga galla, og fela í sér svo margar liættur, að það er fullkomin ástæða til að end- urskoða tilverurétt þeirra í almenn- um barnaskólum. En einhverja stærstu hættuna tel ég þá, að þau séu gerð að takmarki í stað þess að nota þau, sem aðferð eða leið til að ná tak- marki, og verður síðar komið að þessu atriði. Þetta er hættuleg gildra, bæði kennurum og nemendum, sem margir falla þó í viljandi eða óviljandi. Því segi ég: Því minna sem prófin eru höfð í huga við kennsluna, því betra. Þetta hljómar kannske eins og öf- ugmæli nú á þessari miklu prófa- og mælingaöld. En þetta er þó rétt. Próf- in eru svipa, sem reidd er að hötði nemendanna allan veturinn, og því hærra er hún reidd sem nær líður prófi. Prófið er sá mikli dómstóll, sem dæmir nemendurna, kennarann og skólann. Og er þá að undra, þótt skóla- starfið sé sniðið eftir kröfum próf- anna, sem oft eru í harla litlu sam- ræmi við andlegar þarfir nemendanna og óskir kennaranna. Enda nýtur góð-

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.