Heimili og skóli - 01.04.1953, Page 9

Heimili og skóli - 01.04.1953, Page 9
HEIMILI OG SKÓLI 29 Gagnkvæmur skilningur kennara og foreldra er grundvöllur að góðum árangri af uppeldis- og kennslustarfi skólanna. Lað eru til mörg góð rit á íslenzku um uppeldismál, en þau eru, því mið- ur, lesin af tiltölulega fáum. Bækur eru dýrar og áhugi almennings á upp- eldismálunr ekki nægilega vakandi. Æskilegast væri, að bækur um upp- eldismál væru til á hverju heimili í landinu. Bókmenntafélögin ættu að minnast þess, þegar þau velja útgáfu- bækur sínar. En það er hægt að leita fleiri ráða. Hér hafa blöðin verk að vinna. Þau eiga að birta skipulega greinar um uppeldis- og skólamál. Þau gætu birt orðrétta kafla úr viður- kenndum uppeldisritum og tímarit- um. Á þann hátt er hægt að vekja áhuga almennings og veita hagkvæma fræðslu og þekkingu. Útvarp og blöð hafa sterk og mikil áhrif á hugsunarhátt og siðferðismat þjóðarinnar á hverjum tíma. Það velt- ur því á miklu, að þessir aðiljar flytji þann boðskap, sem til mannbóta horf- ir. Hver og einn getur gert upp við sjálfan sig, hvernig blöðin rækja það hlutverk. Það er annars furðanlegt, að í dálkum blaðanna skuli varla sjást lína um uppeldismál. Blöðin eru þó vettvangur, þar sem uppeldisfræðing- ar, og aðrir. leiðsögumenn í uppeldis- og skólamálum, geta náð til fólksins. Ef fólkið kemur ekki til þeirra, þá verða þeir að koma til fólksins. Það er ekki nægilegt að hlusta stöku sinn- um á erindi um uppeldismál í útvarpi. Það þarf að lesa þau og lesa þau oft. Eru það blöðin, sem ekki sækjast eftir greinum um uppeldismál, eða fá þau ekki efni hjá þeim, sem getu hafa og þekkingu. Allir foreldrar ættu að kaupa tímaritin Heimili og skóla og Menntamál. í þeim ritum er margt góðra greina um uppeldis- og skóla- mál. Þau fjalla um mesta vandamálið, uppeldi æskunnar. Margir foreldrar eiga dýrmæta reynslu. Uppeldisfræðin á að hjálpa þeim til þess að draga réttar ályktanir af þeirri reynslu. Hér skulu nefndar nokkrar ágætar bækur um uppeldis- og barnasálar- fræði: Þroskaleiðir eftir dr. Símon Jóh. Ágústsson, próf. Leikir og leikföng eftir sama. Athöfn og uppeldi eftir dr.Matthías Jónasson. Mannbætur eftir Steingrím Ara- son, kennara. Barn á virkum degi eftir Áse Grude Skard, þýdd af frú Valborgu Sigurð- ardóttur, skólastjóra. Uppeldið eftir Bertrand Russel, þýdd af Ármanni Elalldórssyni, skóla- stjóra. Hagnýt barnasálarfræði eftir Char- lotte Biihler, þýdd af Ármanni Hall- dórssyni, skólastjóra. Foreldrar og uppeldi eftir Th. Bögelund, þýdd af Jóni N. Jónassyni, kennara. Frá vöggu til skóla eftir Susan oo Isaaks, þýdd af dr. Símoni Jóh. Ágústs- syni, próf. Drengurinn þinn eftir Frithjof Dahlby, þýdd af Freysteini Gunnars- syni, skólastjóra.

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.