Heimili og skóli - 01.04.1953, Page 10
I
30 HEIMILI OG SKÓLI
ALBERT JÓHANNSSON:
Sitt af hverju tagi frá Kaupmannahöfn
Allt er breytingum undirorpið og
það, sem talin er góð latína í dag,
er dæmt óhæft á morgum Þannig er
tíminn. Ef við reynum ekki að fylgj-
ast með, drögumst við aftur úr áður
en varir. — Verðum gamaldags, eins
og það er kallað. Þetta á ekki hvað
sízt við um okkur kennarana og okk-
ar starf. Kröfur tímans breytast og við
verðum að reyna að fylgja þeim. Þess
vegna þurfum við stöðugt að hafa
vakandi athygli á því, sem er nýtt og
eftirbreytnisvert hjá starfsbræðrum
okkar. Vaninn getur orðið okkur
hættulegur, ef hann gerir starf okkar
dautt og vélrænt.
í eftirfarandi köflum er skýrt frá
ýmsu, sem borið hefur fyrir augu
mín og eyru í kennslufræðinámi mínu
í vetur við Kennaraháskólann í Kaup-
mannahöfn. Mér hefur þótt þetta at-
hyglisvert og skrifa þetta niður af því,
að ég gæti hugsað mér, að einhver
íslenzkur starfsbróðir, sem þessar lín-
ur les, sæi þar e. t. v. eitthvað, sem
gæti orðið honum að liði, eða vakið
hjá honum hugmyndir um eitthvað
nýtt og gott.
Skreyting skólastofunnar.
Ef þið hafið milli handa einhverja
mynd, sem prýtt gæti skólastofuna,
þá er hér auðveld aðferð til að „inn-
ramma“ hana á ódýran hátt. Takið
krossviðarspjald jafnstórt myndinni
og límið hana þar á. Kantarnir eru
síðan heflaðir og slípaðir með sand-
pappír, og því næst litaðir með vatns-
lit, dekstrin-lit eða hvað það nú er,
sem maður hefur við hendina. Litur-
inn á að vera sá sami og á myndinni,
svo að kantarnir verði ekki áberandi
ljósir. Að því loknu er mvndin lökk-
uð með cellolose lakki. Bezt er að
geta sprautað því á, en þó er hægt að
nota góðan pensil, án þess að ójöfnur
komi á flötinn. Þá er myndin tilbúin
og hér þurfti engan ramma og ekkert
gler. Auk þess var þetta mjög fljót-
gert og ódýrt, og myndin er laus við
þann leiða galla, sem allar myndir
í glerramma hafa, þ. e. að endurspegla
ljósið.
Litmyndir úr erlendum tímaritum,
myndir úr landafræði, sögu, náttúru-
fræði o. fl. eru ágætlega vel til falln-
ar að nota í þessum tilgangi. Og ef þið
viljið hengja myndina upp, þá er
þannig hægt að búa til einfaldan
hanka: Finnið þann stað aftan á kross-
viðarspjaldinu, þar sem venjulegt er
að festa hankann. Gerið þar dálitla
rauf með mjóu sporjárni eða hnífs-
oddi og heftið sinkli úr heftivél yfir
raufina. Nemendur geta auðveldlega
hjálpað til að innramma myndir á
jrennan hátt, og þær er einnig hægt
að nota til að skreyta ganga og for-
stofur skólans með.
Smámyndir, sem klipptar eru út í
hvítan pappír og límdar á svartan
grunn, eru líka ágætlega \el fallnar