Heimili og skóli - 01.04.1953, Blaðsíða 22

Heimili og skóli - 01.04.1953, Blaðsíða 22
42 HEIMILI OG SKOLI 90—95% af öllum lestrartímanum, en augnahreyfingar nema 5—10%. Lestr- arefnið skynjum við meðan augun standa kyrr. Meðan á hreyfingum þeirra stendur er ekki um neina les- málsskynjun að ræða. Hver áning eða stöðvun augnanna tekur 1/20—1/10 úr sekúndu og fer það hjá æfðum les- anda einkum eftir því, hvort lestrar- efnið er auðvelt eða erfitt, hvort auafnastöðvun er löna; eða stutt. Sé efnið sérstaklega erfitt, eða ef menn ætla sér of mikið, vill oft fara svo, að menn ná ekki öllu efninu og verða þá að láta augun stökkva til baka, mætti ef til vill kalla þær hreyfingar afturhlaup augnanna. Afturhlaupin eru mörg hjá lélegum lesendum, enda slæmur lestrarvani, sem nauðsynlegt er að koma í veg fyrir, eftir því sem unnt er. Lesmálssvæði það, sem við skynj- un við hverja augnastöðvun, kallast lestrarsvæði, allmikinn hluta þess skynjum við það greinilega, að við skynjum einstaka bókstafi, en við ná- um merkingu úr meira lesmálsefni en því, sem bundið er við nákvæma skynjun einstakra bókstafa. Með skammsjárrannfóknum hefur verið gengið úr skugga um, að allur almenn- ingur greinir fullkomlega bókstafi, sem eru 2.5 cm. frá augnastöðvunar- bletti og standa í sömu línu og hann. Með venjulegri línustærð greinast bókstafir einnig 2 cm. upp og niður fyrir línuna. Lengj vel héldu menn, að við skynjuðum bókstaf fyrir bókstaf, þeg- ar við lesum, en samruni þeirra í orð- heildir væri svo hraður, að við gerð- um okkur ekki grein fyrir honum. Var þessi kenning í fullkomnu sam- ræmi við synjunarkenningar gömlu heimspekinganna, sem nú hafa orðið að víkja að miklu leyti fyrir rann- sóknum heildarsálfræðinganna, sem sanna, að við skynjum heildir, en ekki einstaka hluta heildanna fyrst og fremst. Þessu til sönnunar má benda á tilraunir ameríska sálfræð- ingsins Cattels. Cattel notaði skamm- sjá við tilraunir sínar, en skammsjá er þannig útbúin, að þegar þrýst er á hnapp, opnast hún snögglega, ekki ósvipað myndavél, og sér þá sá, sem prófaður er, það sem leynzt hefur bak við hin hreyfanlegu lokunarblöð skammsjárinnar, hvort sem það er bókstafur, orð, setningar eða eitthvað annað. Tímanum, sem lokunarblöð- in eru opin, má breyta eftir vild. Með skammsjármælingum þessum sannaði Cattel, að það tekur 360 sigma að þekkja eitt orð, en 1000 sigma er sama sem ein sekúnda, hins vegar þurfti aðeins 800 sigma til þess að þekkja 4 orð. Ef borinn er saman tím- inn, sem þarf til þess að þekkja einn bókstaf og setningar með fullri merk- ingu, verður munurinn enn meiri. Við frekari rannsóknir tókst að sýna fram á, hvað helzt kæmi til greina við greiningu orða, þannig, að les- andanum væri ljóst um hvaða orð væri að ræða, voru það einkum Þjóð- verjarnir Erdmann og Dodge, sem unnu að þeim rannsóknum. Þeir töldu, að lengd og lögun orðanna skipti miklu máli, og máli sínu til sönnunar bentu þeir á, að þekkja mætti orð, þótt þau væru svo langt frá augnastöðvunarpunkti, að ógerlegt væri að greina einstaka bókstafi. í i

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.