Heimili og skóli - 01.04.1953, Page 23
HEIMILI OG SKÓLI
43
öðru lagi væri unnt að lesa orð, þótt
bókstafirnir væru svo smáir, að ein-
stakir bókstafir greindust -ekki. í
þriðja lagi mætti lesa orð úr svo mik-
illi fjarlægð, að einstakir bókstafir
greindust ekki. I fjórða lagi bentu
þeir á, að auðveldast væri að þekkja
orð, þar sem formið væri einkennandi.
Rannsóknir þessar sýna, að áríðandi
er að kenna börnunum að þekkja orð-
in og ekki aðeins stafina, þar eð lest-
urinn byggist á orða- en lítið á stafa-
þekkingu hjá lrinum æfða lesanda.
Þetta má ekki skilja á þann veg, að
ekki sé nauðsynlegt að börnin læri
vel og vandlega að þekkja alla bók-
stafina, mun ég gera nánar grein fyrir
því síðar.
Við eru nú komin svo langt, að við
höfum gert okkur ljóst, að lestur £er
þannig fram, að augað hreyfist í smá-
stökkum og stöðvast 4—5 sinnum í
venjulegri línu, hjá æfðum lesanda,
sem skynjar lestrarefnið í orða- og
jafnvel setningaheildum. Hins vegar
vitum við enn lítið um, hvernig úr-
vinnsla heilans fer fram, eins og ég
gat um áður.
Enn höfum við aðeins athugað til-
gang lestrar og hvernig sá, sem kann
að lesa, fer að því, við komum nú að
því, hvernig þetta lærist og er þá eðli-
legt að staldra ögn við þá spurningu,
livenær heppilegt muni vera, að lestr-
arnám hefjist.
Þess er þá fyrst að geta, að öllum
börnum hentar ekki að hefja lestrar-
nám á sama aldri. Hér á landi er
lestrarnámið látið hefjast, þegar börn
eru sjö ára, og mörgum börnum hent-
ar vafalaust vel að læra að lesa, þegar
þau eru á þeim aldri, en þetta er alls
ekki algild regla. Sum börn geta sér
að skaðlausu hafið lestrarnám fyrr,
en flestum hentar þó betur að hefja
það síðar.
Amerískir sálfræðingar hallast að
þeirri skoðun, að lestur eigi ekki að
kenna í opinberum skólum, fyrr en
börnin séu orðin átta ára, og rök-
styðja þeir þá kenningu sína, meðal
annars með því, að augu barnanna
hafi ekki náð nægilegum þroska fyrr.
í öðru lagi gera þeir ráð fyrir, »ð börn-
in verði að minnsta kosti að hafa náð,
6.5 til 7 ára vitaldri áður en lestrar-
nám hefst, en helmingur 7 ára barna,
nær ekki sjö ára vitaldri, fvrr en eftir
sjö ára aldur.
Þá hafa rannsóknir einnig leitt í
ljós, að jafnvel þótt barnið hafi áskil-
inn vitaldur, þá er það ekki alltaf nóg,
til þess að heppilegt sé að hefja lestr-
arkennslu, þar kemur einnig til greina
málþroski, orðáforði, alhliða skyn-
færaþroski, félagsþroski og ef til vill,
ekki sízt, þroski tilfinninganna. í því
sambandi er rétt að minnast á eitt
mikilsvert atriði í öllu skólastarfi, og
það er að skapa þá væntingu, sem
nauðsynleg er til þess, að barnið gangi
með áhuga og krafti, að lausn við-
fangsefna. Leyndardómar góðrar
kennslu eiru einkum í því fólgnir að
vekja áhuga barnanna fyrir því, sem
gera skal, hvaða aðferðir kennari not-
ar, til þess að skapa slíkan áhuga, verð-
ur hann að miklu leyti að ákveða
sjálfur, en yfirleitt mun happacjrjúgt
að tala jöfnum höndum til skynsemi
og tilfinninga, þó þannig, að tilfinn-
ingunum sé gert heldur hærra undir
höfði en skynseminni. Þegar lestrar-
námið hefst, verður börnunum að