Heimili og skóli - 01.04.1953, Síða 24
44
HEIMILI OG SKÖLI
vera ljóst að þau geti liaft bæði gagn
og gaman af því að verða læs. Mun
þeim tíma því aldrei vera illa varið,
sem kennarinn notar til að lesa hátt
fyrir börnin, sögur og ævintýri, því að
á þann hátt heyra þau og sjá, hversu
ánægjulegt það er að geta ráðið í
strik þau og boga, sem mynda orð og
eins eykst orðaforði þeirra ósjálfrátt
við að hlusta á lestur kennarans.
Af því, sem þegar hefur verið sagt,
er augljóst, að sum börn hafa ekki
lestrarnámsþroska 7 ára gömul, en til
þess að fullvissá okkur um það enn
frekar skulum við athuga örlítið
nánar, hvernig börnin eru, sem koma
í fyrsta bekk.
Ég hef þegar bent á, hversu mis-
munandi vitaldur þeirra er, og er það
eitt út af fyrir sig nóg til þess að
munurinn á þeim hlýtur að vera
talsverður, en þó að sá munur sé einn
út af fyrir sig meira elr nógur til þess,
að ókleift sé að láta 30 börn í sama
bekknum hafa fullt gagn af venju-
legri bekkjarkennslu, kemur margt
fleira til greina. Hvert barn er, þegar
skólagangan hefst, að því leyti sjálf-
stæður persónuleiki, að engin tvö börn
eru eins, enda hafa börnin mótazt á
mismunandi heimilum, við hin ólík-
ustu skilyrði. Áhrif heimilanna á
börnin eru margfalt meiri en áhrif
skólanna geta nokkurn tíma orðið. Er
þar um svo sjálfsagðan hlut að ræða,
að þar þarf engar skýringar. Til þess
að skilja, hversu mismunandi persón-
ur 7 ára börn geta verið, er nóg að
benda á litla snáðann, sem er aðeins
fimm ára að vitaldri, á fimm til sex
systkini, fátækan, ekki alveg reglusam-
an föður og lítt gefna, hirðulitla móð-
ur. Þessi snáði á nú að setjast við hlið
sonar háskólaborgarans, sem hefur 9
ára vitaldur, á aðeins eina systur,
nýtur umhyggju greindrar og ástríkr-
ar móður allan daginn, auk leiðsagn-
ar föðurs, sem leyst getur úr spurn-
ingum hans af þekkingu og með
þeirri innsýn í sálarlíf lítils barns,
sem hlúir að frjóöngum þroskans,
bæði á sviði vits og tilfinninga.
Þetta er eitt dæmi af mörgum. Hver
sem vill getur nefnd ótal mörg önnur,
en öll hníga þau að sama marki, sem
sé því, að öll rök mæli á móti því að
ætla öllum bömum sama námsefni,
það er álíka skynsamlegt og að ætla
dvergi og trölli jafnmikla fæðu.
Næsta spurning, sem eðlilega verð-
ur á vegi okkar, er sú, hívernig eigi
að kenna lestur. Ég skal strax taka
það fram, að þeirri spurningu verður
ekki svarað með því að skrifa ein-
hvern almennan lestrarlyfseðil. Börn-
in, sem á að kenna, eru ólík. Kenn-
ararnir, sem kenna þeim, eru mismun-
andi, daglegt umhverfi barnanna
sömuleiðis, aðferðirnar, sem beitt eru,
margar. Ein þeirra reynist einum vel,
önnur hinum. í annað hefti tíunda
árgangs Heimilis og skóla skrifaði ég
grein um lestraraðferðir. Lýsti ég í
þeirri greín nokkrum helztu aðferð-
um 14 mismunandi lestraraðferða og
mun ég ekki endurtaka hér það, sem
þar er skráð, en aðeins benda á, að
þótt ég lýsti aðferðunum hverri fyrir
sig, þýðir það ekki, að ég telji heppi-
legt að rígskorða sig við einhverja
ákveðna aðferð, miklu fremur tel ég
sjálfsagt, að taka það úr hverri þeirra,
sem hver og einn telur, að gagni megi
verða. (Framhald.)