Heimili og skóli - 01.08.1962, Qupperneq 9
heimili og skóli
61
hans frá þessum skilaboðum. Hann
var þó enn vantrúaðri en ég og hringir
heim til móður hans. Kom þá í Ijós,
að hann hafði farið að heiman á venju-
legum tíma með tösku sína, en hafði
svo hringt til mín frá einhverju númeri
út í bæ.
Þessi drengur féll á prófinu.
Ógjaman vildi ég verða til þess með
framanrituðum dæmum að gefa í skyn
að skólabörnin okkar væru sískrökv-
andi. Því fer mjög fjarri. Slíkt má
frekar teljast til undantekninga, en
trúað gæti ég því, að ósannindi barna
væru þó nokkru meiri en foreldrar al-
mennt halda, og ráðlegg ég því öllum
foreldrum að vera þarna vel á verði.
Ósannindi barna stafa oft af því, að
þau eru á flótta frá einhverju óþægi-
legu, einhverjum skyldum eða erfið-
leikum — stundum til að krækja sér í
einhver hlnnnindi, eins og þegar barn-
ið í vöggunni lærir að gráta til að fá
einhverjum óskunr sínum fullnægt.
Það eru nokkurs konar ósannindi á
frumstigi. Þess vegna er um að gera
að fjarlægja orsakirnar. Leggja t. d.
aldrei of þungar skyldur á herðar
barnsins, sem þau telja sig þurfa að
skrópa frá. Þetta mættu bæði foreldr-
ar og kennarar hafa í huga.
Það er til dæmis alveg iífsnauðsyn
að reyna að fjariægja alla óreglu af
heimilunum til þess að börnin, sem
þar alast upp, geti alltaf verið í sátt
við lífið og umhverfi sitt.
Fyrir mörgum árum annaðist ég
gæzlu leikvalla nokkur sumur. Þangað
kom fjöldi af litlum barnfóstrum frá
tíu til fjórtán ára með hina litlu skjól-
stæðinga sína. Það var ánægjulegur fé-
lagsskapur. En áberandi var það, hve
mikið þær notuðu alls konar smá-
ósannindi í þjónustu agans. — Ef þú
gerir þetta eða hitt eða gerir ekki eitt-
hvað annað, skal ég láta „lögguna“
taka þig. — Þá kemur boli og tekur
þig. — Þá skal ég láta stóra hundinn
bíta þig o. s. frv. Sum börnin tóku
þessar ógnanir hátíðlega, en önnur
voru þegar hætt að trúa barnfóstrun-
um, og þannig fer alltaf með endur-
tekin ósannindi, þau missa áhrifamátt
sinn, en hafa sljóvgað siðgæðisskyn
barnanna. Þessari neikvæðu uppeldis-
aðferð er því tjaldað til einnar nætur
varðandi agann, en auk þess hafa börn-
in lært að nota ósannindin við ýmis
tækifæri. Takmörkin milli sanninda
og ósanninda þurrkast burt og virðing
fyrir sannleikanum minnkar. Allar
voru þessar barnfóstrur góðar og elsku-
legar stúlkur, og ég hef grun um, að
þær hafi ekki fundið upp þessar upp-
eldisaðferðir, heldur hafi þær verið
aðfengnar frá fullorðna fólkinu.
Lífíð er að mestu byggt upp af venj-
um, illum eða góðum, þannig verða
einnig ósannindi til. í fyrstu smá-
ósannindi, en síðar geta þau stækkað.
En eitthvert bezta og öruggasta ráðið
til að leggja grundvöll að sannsögli
barna er, að fullorðna fólkið segi þeim
aldrei ósatt. Það er grundvallaratriði
í uppeldinu, að börnum sé kennt að
virða sannleikann. Það eru engin
ósannindi meinlaus, og mjög sjaldan
réttlœtanlegt að segja börnum ósatt.
Þau verða öll til að veikja siðgæðis-
og siðferðisskyn barnanna.
Hér hefur nokkuð verið rætt um
neikvæðan þátt í fari barna, en það