Heimili og skóli - 01.08.1962, Side 25
HEIMILI OG SKÓLI
77
in okkar, skulum við gera það með til-
liti til framtíðarinnar eins og þegar
við tölum við þau um kynferðislífið,
stjórnmál eða eðlisfræði. Og svo verð-
um við að vona, að þegar þau vaxa og
þroskast, fleygi þau sem minnstu af
því, sem við höfum kennt þeim. Loks
megum við ekki gleyma því, að við er-
um í raun og veru alltaf að kenna
börnunum okkar sitthvað um trúar-
brögðin — viljandi eða óviljandi, ekki
aðeins með því, sem við segjum, held-
ur hinu, sem við gerum. Benjamín
Spock sagði einhverju sinni: „Barnið
skapar sér ósjálfrátt mynd af Guði,
sem minnir á föðurinn, aðeins miklu
stórltrotnari og fullkomnari."
Það eru gerðar strangar kröfur til
foreldra í þessum efnum, ef þeir eiga
að leika þarna hlutverk Guðs sem fyr-
irmynd. En annars á þetta að koma af
sjálfu sér. Eins og allt hið verðmætasta
í lífinu, er trúarþelið og trúhneigðin
ekki nein námsgrein heldur afstaða til
Guðs, sem við eigurn að vaxa inn í.
Við getum einnig orðað það þannig,
að trúarbrögðin séu ekki langur listi
af svörum við spurningum okkar um
þessa hluti, heldur reynsla, dýrmæt
undrunarkennd og þakklætistilfinning,
ásamt hryggð yfir vorum eigin tak-
mörkunum. Þau eru lotning fyrir
sköpunarverki alheimsins og veldi
þess. Þau eru kærleikur til þeirra
manna og þess lífs sem umlykur okkur.
„Trúarbrögðin eru ekki þekking,
heldur þrá í hjörtum vorum,“ sagði
þýzka skáldið Rainer Maria Rilke.
Til gamans
Þegar sonur minn, 14 ára gamall, hafði
vaðið elginn í símanum hálfa klukkustund,
vakti það athygli mína, að allt í einu varð
hljótt í dagstofunni, þar sem síminn var. Af
forvitni opnaði ég dyrnar og sá þá að hann
lá endilangur í legubekknum; var að borða
brauðsneið, en símtólið lá á borðinu hjá
símatækinu.
„Hvers vegna leggur þú ekki símtólið á?“
spurði ég.
„Við erum ekki búin að tala út, en hún
var orðin svo svöng, og ég fékk mér þá bita
líka.“
J- F.
Má ég spyrja, lierra kennari?
Það var laugardagur. Við vorum að tala
um jörðina, i bekknum, og nú hafði þvl verið
spáð, að hún ætti að farast. Reikningskenn-
arinn okkar sagði í gamni, að þegar við
kæmum í skólann næsta mánudag, yrðu að-
eins þeir beztu og duglegustu eftir, en allir
vondu mennirnir myndu farast. Nú varð
dauðakyrrð í bekknum nokkra stund, en þá
heyrðist rödd aftan úr kennslustofunni:
„Hver á þá að kenna okkur reikning,
herra kennari"?
Skólafélagi.
Litli heimspekingurinn.
Lítil frænka mín, fjögra ára gömul, hafði
kighósta og eina nótt þegar hún fékk mjög
vonda hóstakviðu og móðir hennar hélt um
enni hennar, spurði húu þreytulega:
„Mamma, heldur þú að ég deyi?“
„Nei, vina mín,“ svaraði móðir hennar.
„Ja, það væri nú líka skammarlegt, þegar
ég er svona hér um bil ný,“ svaraði María
litla.
H. J. M. þýddi.
Frænkan.