Heimili og skóli


Heimili og skóli - 01.08.1962, Blaðsíða 43

Heimili og skóli - 01.08.1962, Blaðsíða 43
HEIMILI OG SKÓLI 95 tæki og er ekki ástæða til að rekja þann hluta þess. Ekon. Lic. Sven E. Kock frá Hels- ingfors talaði um: Manninní vinnuna og tækniþróunina. Kock rakti fyrst kenningar Taylors, en þær voru hinar fyrstu, sem vöktu athygli um allan heim af þeim, sem gerðar hafa verið á manninum í sam- bandi við vinnustaðinn. Þessar kenn- ingar eru nú úreltar fyrst og fremst vegna þess, að þær byggja á röngum grunni, sem sé þeim að laga eigi manninn að vinnunni, en ekki vinn- nna að manninum. Nútíma vinnuvís- indi viðurkenna, að vinnan sé til vegna mannsins, en ekki maðurinn vegna vinnunnar. Kock gerði ýtarlega grein fyrir ein- kennum þreytunnar og sýndi fram á, að þreyta er ekki síður sálrænt en líf- fræðilegt fyrirbæri. Tilbreytingarleysi vinnunnar fer eftir öllu andrúmslofti vinnustaðarins, ekki eftir vinnnnni sjálfri nema að nokkru leyti. Fróðlegustu þættir erindis Kocks voru skýrslur um tvær finnskar rann- sóknir, sem gerðar hafa verið á vinnu- stöðum, og skulu þær nú raktar að nokkru leyti. V. Laakkonen kallar sína rannsókn: Työntekijá ja teknillinen uudistus. (Verkamaðurinn og tæknibreytingar.) I tveimur fyrirtækjum stóðu fyrir dyrum tæknibreytingar og var könn- uð afstaða 351 karls og 105 kvenna til þessara breytinga. Niðurstöður urðu þær, að 51% taldi sig örugga gagnvart breytingun- um, 35% óörugga og 14% gátu ekki tekið ákveðna afstöðu. Þeir, sem töldu sig örugga, voru yfirleitt á einn eða annan hátt tengd- ir yfirmönnum fyrirtækisins, t. d. á þann hátt, að foreldrar þeirra, bræður, systur eða makar höfðu unnið þar. Þetta fólk hafði yfirleitt jákvæða af- stöðu til leiðandi manna fyrirtækj- anna. Samband þeirra við verkstjóra, verkfræðinga og framkvæmdarstjórn var betri en hinna, sem ekki töldu sig örugga. Hinir óöruggu voru óánægðir með allt kerfið á vinnustaðnum, þeir höfðu gert tillögur til úrbóta engu síður en þeir öruggu. Þeir vildu frekar vinna í hóp heldur en hinir öruggu, sem gjarn- an vildu vinna einir. Allir voru með- limir í verkalýðsfélögum, en þeir óör- uggu öllu virkari þar. Hinir óöruggu töldu, að þeir hefðu stundum verið látnir gjalda pólitískra skoðana. Mat stjórnar fyrirtækjanna á vinnu- hæfni hinna öruggu og óöruggu var þetta. Þeir lélegustu í tveimur léleg- ustu vinnuhópunum eru jöfnum hönd- um öruggir og óöruggir. í 3. vinnu- flokki neðan frá ern þeir óöruggu áberandi betri starfsmenn en þeir öruggu, en í bezta starfshópnum ber rnest á þeim öruggu. Annar finnskur fræðimaður, Paavo Koli, tók sér fyrir hendur að rannsaka fordóma og atvinnulífið. Komu mjög opinskáar lýsingar á stjórnendum fyr- irtækja fram hjá sumum verkamönn- um og stungu þær nokkuð í stúf við háttvíst tal sænsku gestgjafanna, en voru hins vegar taldar bera vitni þess, að Koli hefði leyst sitt hlutverk sam- vizkusamlega af hendi og ekkert dreg- ið undan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.