Heimili og skóli


Heimili og skóli - 01.08.1962, Qupperneq 43

Heimili og skóli - 01.08.1962, Qupperneq 43
HEIMILI OG SKÓLI 95 tæki og er ekki ástæða til að rekja þann hluta þess. Ekon. Lic. Sven E. Kock frá Hels- ingfors talaði um: Manninní vinnuna og tækniþróunina. Kock rakti fyrst kenningar Taylors, en þær voru hinar fyrstu, sem vöktu athygli um allan heim af þeim, sem gerðar hafa verið á manninum í sam- bandi við vinnustaðinn. Þessar kenn- ingar eru nú úreltar fyrst og fremst vegna þess, að þær byggja á röngum grunni, sem sé þeim að laga eigi manninn að vinnunni, en ekki vinn- nna að manninum. Nútíma vinnuvís- indi viðurkenna, að vinnan sé til vegna mannsins, en ekki maðurinn vegna vinnunnar. Kock gerði ýtarlega grein fyrir ein- kennum þreytunnar og sýndi fram á, að þreyta er ekki síður sálrænt en líf- fræðilegt fyrirbæri. Tilbreytingarleysi vinnunnar fer eftir öllu andrúmslofti vinnustaðarins, ekki eftir vinnnnni sjálfri nema að nokkru leyti. Fróðlegustu þættir erindis Kocks voru skýrslur um tvær finnskar rann- sóknir, sem gerðar hafa verið á vinnu- stöðum, og skulu þær nú raktar að nokkru leyti. V. Laakkonen kallar sína rannsókn: Työntekijá ja teknillinen uudistus. (Verkamaðurinn og tæknibreytingar.) I tveimur fyrirtækjum stóðu fyrir dyrum tæknibreytingar og var könn- uð afstaða 351 karls og 105 kvenna til þessara breytinga. Niðurstöður urðu þær, að 51% taldi sig örugga gagnvart breytingun- um, 35% óörugga og 14% gátu ekki tekið ákveðna afstöðu. Þeir, sem töldu sig örugga, voru yfirleitt á einn eða annan hátt tengd- ir yfirmönnum fyrirtækisins, t. d. á þann hátt, að foreldrar þeirra, bræður, systur eða makar höfðu unnið þar. Þetta fólk hafði yfirleitt jákvæða af- stöðu til leiðandi manna fyrirtækj- anna. Samband þeirra við verkstjóra, verkfræðinga og framkvæmdarstjórn var betri en hinna, sem ekki töldu sig örugga. Hinir óöruggu voru óánægðir með allt kerfið á vinnustaðnum, þeir höfðu gert tillögur til úrbóta engu síður en þeir öruggu. Þeir vildu frekar vinna í hóp heldur en hinir öruggu, sem gjarn- an vildu vinna einir. Allir voru með- limir í verkalýðsfélögum, en þeir óör- uggu öllu virkari þar. Hinir óöruggu töldu, að þeir hefðu stundum verið látnir gjalda pólitískra skoðana. Mat stjórnar fyrirtækjanna á vinnu- hæfni hinna öruggu og óöruggu var þetta. Þeir lélegustu í tveimur léleg- ustu vinnuhópunum eru jöfnum hönd- um öruggir og óöruggir. í 3. vinnu- flokki neðan frá ern þeir óöruggu áberandi betri starfsmenn en þeir öruggu, en í bezta starfshópnum ber rnest á þeim öruggu. Annar finnskur fræðimaður, Paavo Koli, tók sér fyrir hendur að rannsaka fordóma og atvinnulífið. Komu mjög opinskáar lýsingar á stjórnendum fyr- irtækja fram hjá sumum verkamönn- um og stungu þær nokkuð í stúf við háttvíst tal sænsku gestgjafanna, en voru hins vegar taldar bera vitni þess, að Koli hefði leyst sitt hlutverk sam- vizkusamlega af hendi og ekkert dreg- ið undan.

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.