Heimili og skóli


Heimili og skóli - 01.08.1962, Blaðsíða 47

Heimili og skóli - 01.08.1962, Blaðsíða 47
HEIMILI OG SKÓLI 99 Evrópu 4—5%. í mörgum löndum Evrópu er þessi tala aðeins 1% eða minna, en í mörgum löndunr Afríku er þessi tala um 95% eða meira. Að- eins í hinum vestræna heimi eru um 45 milljónir manna ólæsir, og er þá auðvitað miðað við einstaklinga, sem komnir eru af barnsaldri, svo að allt tal unr hina háþróuðu menntun Vest- urlanda virðist ekki vera í samræmi við veruleikann. Af 860 milljónum barna og ungl- inga frá 5—19 ára, sem nú lifa í heim- inum, liafa aðeins 30 af hundraði, eða munu hafa, möguleika til að ganga í barna- eða unglingaskóla, og aðeins 7% í hærri skóla. Handa hinum 63 af hundraði eru hvorki til skólar né kennarar. í 40 löndum fá innan við 40% barnanna reglubundna kennslu. í 23 öðrum löndunr milli 40 og 60%. Með nokkrum undantekningum eru yfirleitt miklu fleiri konur ólæsar en karlar. í Grikklandi eru þrefalt fleiri konur ólæsar en karlmenn. Þessi ömurlega upptalning sýnir hversu aðkallandi það er að hefja stríð gegn fáfræðinni. Bættar samgöngur og alls konar hnattræn þjónusta valda því að heimurinn er að „minnka“. Á hverjum einasta degi segja fréttirnar okkur frá vandamálum hinna „fjar- lægu Austurlanda“ eða hinnar „myrku Afríku“, vandamálum, sem við getum ekki látið afskiptalaus. Sumir menn hrista höfuðið hverju sinni, sem veitt- ar eru fjárhæðir til hinna vanþróuðu landa, en þegar á allt er litið er þessi hjálp aðeins tilraun til sjálfshjálpar. Á meðan meiri hlutinn af íbúum hinna vanþróuðu landa er bæði ólæs og óskrifandi, er óhugsandi að komið verði upp atvinnuvegum, senr fram- leiða útflutningsvörur eða koma upp mörkuðum fyrir útflutningsvörur okk- ar. Hið prentaða og ritaða mál er lykillinn að öllum viðskiptum þjóða á milli. Herferðin gegn fáfræðinni er hafin, en nær enn of skammt. Þær 700 milljónir manna, senr að mestu eru þeldökkar þjóðir, taka engin risastökk í þessu efni á nokkrum áratugum. Það er langt bil frá hinum frumstæðu trú- arbrögðum þeirra og kynþáttahleypi- dómum til siðmenningar 20. aldarinn- ar. Þrátt fyrir góðan tilgang og vilja, getur svo farið, að þar gerist mörg örlagarík mistök. Þúsundir af nýjum skólum, ásamt kennurum þeirra, bera jrarna mikla ábyrgð gagnvart öllu nrannkyninu. Það veltur ekki lítið á þeim, livort mannkynið ber gæfu til að lifa í sátt og friði í skjóli alþjóð- legs samstarfs eða ekki. Folkeskolen. Lausleg þýðing. H. J. M. Gjörið svo vel að verzla við þá, sem auglýsa í Heimili og skóla. Heimili og skóli vill kaupa 1. hefti 1. árgangs og greiðir 25.00 kr. fyrir heftið. Útgefendur. Gjörið svo vel að láta það ekki bregðast að tilkynna bústaðaskipti til afgreiðslunnar. Afgreiðslumaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.