Heimili og skóli


Heimili og skóli - 01.08.1962, Qupperneq 29

Heimili og skóli - 01.08.1962, Qupperneq 29
HEIMILI OG SKÓLI 81 Barnalieimilið á Litlu-T jörnum Barnaheimilið á Litlu-Tjörn- um. Undanfarin sex ár hafa nokkrar fórnfúsar konur á Akureyri rekið barnaheimili á Litlu-Tjörnum í Ljósa- vatnsskarði. Keyptu þær jörðina með íbúðarhúsi og er barnaheimilið sjálfs- eignarstofnun. Þá byggðu þær borðsal við íbúðarhúsið. Hafa þær lagt fram bæði vinnu og mikið fé í þessu skyni. Formaður barnaheimilisnefndar hefur verið frá upphafi G'uðrún Sigurgeirs- dóttir, Akureyri. í vor treystu þessar konur sér ekki að reka heimilið lengur og buðu Góð- templarareglunni á Akureyri að taka við rekstrinum. Það varð að ráði, að Reglan tók við „Nei,“ sagði hann. „Ja, ég get ekki gert að því,“ sagði ég. „Ég hef aldrei þekkt dreng, sem kemur míeð svo margar kjánalegar spurningar.“ rekstri heimilisins í vor. Voru gerðar þar ýmsar endurbætur á húsinu, máln- ing o. fl. áður en barnaheimilið tók til starfa. Unnu félagar Reglunnar þetta allt í sjálfboðavinnu. í sumar hefur svo þarna verið barna- heimili með 28—30 börnum, og er heimilið þá fullskipað. Fjórar konur hafa starfað við barnaheimilið og hef- ur frá Jónína Jónsdóttir á Akureyri verið forstöðukona. Fyrirhugaðar eru nokkrar fleiri end- urbætur þarna fyrir næsta ár. Þegar þeim et lokið, hefur þarna ekki aðeins opnazt möguleiki til að hafa þarna börn að sumrinu, heldur mætti einnig hafa þarna námskeið fyrir unglinga á vorin og síðari hluta sumars. Er sjálf- sagt að bærinn notfæri sér slíkt heim- ili í sveitum, sem eru undir yfirráð- um bæjarbúa. Eirikur Sigurðsson.

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.