Heimili og skóli


Heimili og skóli - 01.08.1962, Blaðsíða 26

Heimili og skóli - 01.08.1962, Blaðsíða 26
78 HEIMILI OG SKOLI Sjötugur: Jóhannes Guémunasson, kennari Jóhannes kennari í Húsavík varð sjötugur 22. júní síðastliðinn. Þótt nú sé nokkuð liðið frá afmælisdegi hans, bið ég Heimili og skóla, sem afmælis- barnið hefur alltaf stutt af ráðum og dáð, að birta þessa fáorðu kveðju við fyrsta tækifæri eftir sumarleyfið. Jóhannes er Keldhverfingur að ætt, fæddur að Þórólfsstöðum, sem nú eru komnir í eyði, sonur hjónanna Guð- mundar bónda þar Pálssonar bónda í Austurgarði Vigfússonar og konu hans Sigurveigar Jóhannesdóttur hrepp- stjóra í Keldunesi Pálssonar. Að hon- um standa traustir og gáfaðir ættstofn- ar sem sjá má m. a. af því, að nákomn- ir ættingjar hans eru þeir Kristján jónsson Fjallaskáld og hinn víðfrægi rithöfundur Jón Sveinsson — Nonni. Jóhannes kennari hefur líka hlotið í vöggugjöf mörg af hinum glæsilegu einkennum ættar sinnar. Hann er hinn mesti skýrleiksmaður, skáldmælt- ur vel og ritfær, eins og kunugir bezt vita, og víðlesinn djúphyggjumaður. En beztu eðliseigindir hans eru þó tvímælalaust trúmennskan, einlægnin og hjartahlýjan, sem koma fram í dag- legum störfum hans og samskiptum við menn og málleysingja, og baráttu- vilji hans í þágu góðra málefna og göfugra hugsjóna. Slíkur maður er ætíð æskilegur þegn og farsæll fræð- ari. Jóhannes Guðmundsson. Jóhannes kennari lauk gagnfræða- prófi á Akureyri vorið 1914. Næstu þrjá vetur var hann kennari í Eyja- firði og Kelduhverfi. En haustið 1917 varð hann kennari við barna- og ungl- ingaskólann í Húsavík, og þar hefur hann starfað óslitið síðan að einu ári undanskildu, er hann var sjúklingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.