Heimili og skóli


Heimili og skóli - 01.08.1962, Page 26

Heimili og skóli - 01.08.1962, Page 26
78 HEIMILI OG SKOLI Sjötugur: Jóhannes Guémunasson, kennari Jóhannes kennari í Húsavík varð sjötugur 22. júní síðastliðinn. Þótt nú sé nokkuð liðið frá afmælisdegi hans, bið ég Heimili og skóla, sem afmælis- barnið hefur alltaf stutt af ráðum og dáð, að birta þessa fáorðu kveðju við fyrsta tækifæri eftir sumarleyfið. Jóhannes er Keldhverfingur að ætt, fæddur að Þórólfsstöðum, sem nú eru komnir í eyði, sonur hjónanna Guð- mundar bónda þar Pálssonar bónda í Austurgarði Vigfússonar og konu hans Sigurveigar Jóhannesdóttur hrepp- stjóra í Keldunesi Pálssonar. Að hon- um standa traustir og gáfaðir ættstofn- ar sem sjá má m. a. af því, að nákomn- ir ættingjar hans eru þeir Kristján jónsson Fjallaskáld og hinn víðfrægi rithöfundur Jón Sveinsson — Nonni. Jóhannes kennari hefur líka hlotið í vöggugjöf mörg af hinum glæsilegu einkennum ættar sinnar. Hann er hinn mesti skýrleiksmaður, skáldmælt- ur vel og ritfær, eins og kunugir bezt vita, og víðlesinn djúphyggjumaður. En beztu eðliseigindir hans eru þó tvímælalaust trúmennskan, einlægnin og hjartahlýjan, sem koma fram í dag- legum störfum hans og samskiptum við menn og málleysingja, og baráttu- vilji hans í þágu góðra málefna og göfugra hugsjóna. Slíkur maður er ætíð æskilegur þegn og farsæll fræð- ari. Jóhannes Guðmundsson. Jóhannes kennari lauk gagnfræða- prófi á Akureyri vorið 1914. Næstu þrjá vetur var hann kennari í Eyja- firði og Kelduhverfi. En haustið 1917 varð hann kennari við barna- og ungl- ingaskólann í Húsavík, og þar hefur hann starfað óslitið síðan að einu ári undanskildu, er hann var sjúklingur.

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.