Heimili og skóli - 01.08.1962, Side 14
66
HEIMILI OG SKÓLI
Gamli maðurinn og drengurinn Kans
EFTIR ROBERT RUARK
Það þykir sjálfsagt mörgum nokkuð
einkennilegt, að ég hvarf frá gerftrun
afa míns, en fór í stað þess að fiska.
Honum hefði ekki þótt þetta neinum
tíðindum sæta. En þessi veiðiferð gef-
ur þó í raun og veru glögga mynd af
því, hve einmanaleikinn sótti fast á
mig, þegar afi dó. Ég var þá aðeins
15 ára.
Daginn, sem hann var jarðsettur,
voru göturnar í þorpinu fullar af fólki,
svo langt sem augað eygði. Allt út að
lundinum annars vegar, en hins vegar
niður að ánni. Meðal þessa fólks sá
ég mörg svört andlit. Þarna voru líka
hundar og fjöldinn allur af börnum,
sem komin voru til að kveðja. Sá eini,
sem ekki var þarna, var ég. Ég hafði
arinn á ekki að þurfa að skipta sér af
kynferðisfræðslunni fyrr en síðar.
Um það leyti, sem barnið verður
kynþroska, byrjar svo nýtt skeið kyn-
ferðilegs áhuga. Fræðslan, sem þá er
veitt, verður að sjálfsögðu all frábrugð-
in hinni fyrri og er eðlilegt að hún
lendi þá að nokkru leyti á herðum
kennarans og falli inn í námsefni í
líkams- og heilsufræði. Það leysir þó
foreldrana á engan hátt undan skyldu
sinni, því að þau þurfa að halda áfram
leiðbeiningum sínum og fræðslu, eink-
um þó á siðferðilegum grundvelli.
kvatt hann, og hann hafði kvatt mig.
— Það var ekkert meira að segja. Það
var af þeim ástæðum, að ég'sótti árarn-
ar og reri út að lítilli eyju úti í vatn-
inu. Þar átti ég ekki á hættu að hitta
aðra en fuglana.
„Marz er hræðilegur mánuður,“ var
afi vanur að segja. „Það eina, sem hægt
er að stytta sér stundir við í marz, er
að hugsa um gamla daga.“ Nú sat ég í
bátnum, fiskaði og hugsaði um gamla
daga.
o
„Þú erfir víst ekki mikið eftir mig,“
sagði hann við mig fyrir skömmu, þeg-
ar hann sá, að hverju stefndi. „Þessi
veikindi mín hafa kostað mikla pen-
inga. Húsið er veðsett. Ég skulda líka
í bankanum. Æ, það eru slæmir tímar
nú fyrir alla. Það verður víst ekki ann-
að eftir handa þér en byssan, veiðar-
færin og báturinn. Og svo — kannski —
eins konar eftirmæli." — Skyndilega
var eins og sólin brytist fram úr skýj-
unum, þegar ég sat þarna í bátnum.
Það var að vísu slæmt, að hann lét
ekki mikið eftir sig, en ég var þó rík-
ari en allir aðrir drengir á mínum
aldri. í 15 ár hafði ég fengið að vera
með afa, og hann hafði kennt mér ná-
lega allt, sem hann sjálfur kunni. Ég
kunni að fara með net og veiðibyssu.
Ég kunni að veiða ostrur og herma eft-
ir fuglum. Ég kunni að temja hunda,
fylgja veiðihundum eftir, standa við