Heimili og skóli - 01.08.1962, Blaðsíða 32
84
HEIMILI OG SKÓLI
inn hlustaði hann á hið háttbundna
hljóð þvottavélarinnar og hafði ganr-
an af. Hann söng austurlenzk fög
undir.
Það leið ekki á löngu þar til hann
kunni svo mikið í sínu nýja móður-
máli, að hann gat farið að ganga í
skóla. Hinir gömlu bekkjarfélagar
Martins buðu hann velkominn á leik-
völlinn. Athuganir leiddu í ljós, að
liann var gæddur ágætum hæfileikum.
Einhverjir mestu aðlögunarerfiðleikar
lians fólust í því, að hann gat lengi vel
ekki vanið sig á að sitja á stóli og við
borð. Hann vildi sitja flötum beinum
á gólfinu, með krosslagða fætur.
Um það bil ári seinna, þegar Kim
var að fullu búinn að venjast siðunr
og háttum á bændabýlinu í Vermont,
kom kunningjakona þeirra Newhalls-
hjónanna heim úr löngu ferðalagi og
sagði átakanlega sögu af Indíánafjöl-
skyldu, sem bjó við hin hörmulegustu
kjör vegna drykkjuskapar föðurins.
Hann hafði barið börnin sín, svo að
við misþyrmingum lá, og barnavernd-
arnefndin sá sér því ekki annað fært
en taka þau af honum. Hún skýrði frá
því, að einn drengur, Virgil að nafni,
ætti sérstaklega bágt. „Þetta er átta
ára drengur, sem býr nú sem stendur
á barnahæli í nánd við Denver í
Colorado," sagði konan.
Frú Newhall segir: „Okkur þótti
sem það yrði skemmtilegt fyrir Kim,
að eignast leikfélaga, sem var kominn
af frumbyggjum Ameríku."
Yfirvöldin í Colorado og Vermont
veittu okkur leyfi til að ættleiða þenn-
an dreng og Bill Newhall fór til Den-
ver að sækja hann. „Mér lá við tauga-
áfalli, þegar ég sá hann,“ sagði New-
hall. Hann var jafnaldri Kims en ná-
lega tvöfalt stærri. Það var auðséð, að
hann hafði ekki skort mat. En hann
var auðsjáanlega fullur af þrjózku og
reiði. Hverju sinni, sem ég spurði
hann vingjarnlega að einhverju, svar-
aði hann ætíð í reiðitón.
Mér varð það ljóst, að það fyrsta,
sem hann varð að skilja var það, að
faðir ávinnur sér virðingu og traust
með kærleika, góðu fordæmi og með
því að vera góður félagi, en ekki með
hörku. Á leiðinni heim að bvlx okkar
ókurn við fram hjá sundlaug. Við nám-
um þar staðar til að fá okkur bað. Eg
kenndi honum að fleyta sér, og við
æfðum okkur á að standa á höfði í
vatninu og mér kom í hug, að það væri
líklega ekki svo vitlaust að sýna piltin-
um hvað ég gæti. Ég er gamali fim-
leikakennari, og nú reyndi ég nokkrar
dýfingar af palli, sem ég hafði ekki
iðkað í síðastliðin tuttugu ár. Og nú
heyrði ég að einhver drengur spxxrði:
„Hver er lxann þessi þarna?“ Þá svar-
aði Virgil stoltur á svip: „Þetta er
hann faðir minn.“ Nú vissi ég að þetta
liafði verið ómaksins vert, þótt ég
hefði kannski bakverk daginn eftir.
Drengjunum kom ákaflega vel sam-
an. En það varð að hjálpa Kim, sem
var dálítið kjarklaus, til að hafa í fulltl
tré við hinn stóra Virgil. Hann varð
að eignast sjálfstraust, en skapsmuni
sína varð Virgil aftur að temja. Til
þess að hressa upp á sjálfstraust Kims
kenndi frú Newhall honum að leika á
harmoniku. Auk þess fékk hún hon-
um það hlutverk að hirða gyltuna, sem
nú átti von á grísum.