Læknaneminn - 01.12.1959, Qupperneq 5
LÆKNANEMINN
5
Byrjað var að’ nota hugtökin
Rh+ og Rh-, þegar Rh kerfið
var uppgötvað 1940, þ. e. a. s. þeg-
ar ennþá var álitið að einungis
væri um að ræða einn blóðflokk.
Þessi fyrsti Rh flokkur reyndist
vera D (Rh°). D er langalgeng-
asti blóðflokkurinn, því um 85%
allra hvítra manna eru D posi-
tivir. Einnig er rétt að geta þess
að 95% þeirra tilfella af Erythro-
blastosis, sem þurfa meðferðar
við, orsakast af D, þ. e. a. s. þegar
móðirin er D negativ og barnið
D positivt. Það hefir því orðið
hefð að nota hugtökin Rh + og
Rh-^ í sambandi við D flokkinn
einan.
Rétt er að geta bess að síðustu
ár hefir fundizt fiöldi nýrra blóð-
flokka auk Rh. flokkanna. Sem
dæmi má nefna eftirfarandi blóð-
flokka: MNS flokkana, P flokk-
inn, Lewis, Lut.heran, Duffy, Kidd
o. s. frv. Allir bessir flokkar geta
valdið Erythroblastosis, en slíkt
skeður sjaldan.
Þá er rétt að minnast lítilshátt-
ar á anti-body titer í blóði móður-
innar. Þess hefir begar verið get-
ið hvernig mótefni eða antibodies
mvndast í blóði móðurinnar fyrir
áhrif frá blóðkornum barnsíns.
Ákveðið lágmagn barf að mynd-
ast til að valda Ervthroblastosis
í barninu. Antibodv magnið er
mælt sem titer. Antibodv titer-
inn í blóði móðurinnar á með-
göngutímanum gefur nokkra hug-
mynd um hvort barnið muni fá
Erythroblastosis og jafnframt
hvað alvarleg hun verður. Það er
bó rétt að geta bess nú þegar, að
þetta er engan vegin öruggt nróf.
Erfitt er að segia hvað kalla
skal lágmarkstiter, en í Englandi
og Bandaríkiunum er titerinn 1:16
notaður sem lágmark. b. e. a. s. sé
titerinn hærri en 1:16, má búast
við að barnið fái Erythroblastosis,
en sé hann lægri er lítil hætta á
því.
Hækkandi titer eykur möguleik-
ana á því, að barnið fái slæma
Erythroblastosis, en þó eru und-
antekningar frá þessu og þær nógu
margar til að gera prófið í hæsta
máta óöruggt eitt sér.
Nú er rétt að gera sér grein fyr-
ir því, að þó móðirin sé Rh.neg.,
þá er það ekki frumskilyrði þess
að börnin fái Erythroblastosis og
til þess liggja einkum 2 orsakir.
I. Ef barnið er Rh negativt, er
auðvitað útilokað, að það fái
veikina.
II. Þó barnið sé Rh positivt og
móðirin Rh negativ er það eng-
an veginn skilyrði- þefes, að
barnið fái Erythroblastosis.
Rannsóknir hafa sýnt, að það
skeður einungis í 10% slíkra
graviditeta. Orsakirnar fyrir
þessari heppilegu ráðstöfun
náttúrunnar eru engan veginn
kunnar, en eftirfarandi 2 kenn-
ingar hafa komið fram á sjón-
arsviðið.
a) að blóð móðurinnar vanti
hæfileika til að framleiða
antibodv. gegn Rh faktorn-
um, brátt fvrir ákveðna
hvatningu frá blóðkornum
barnsins.
b) að í nlaeenta sé einhvers-
skonar hindrun (barrier),
sem varnar Rh antigeni
barnsins inngöngu í blóð-
rás móðurinnar.
Einnig er rétt. að geta þess. að í
mörgum tilfellum er veikin svo
væg. að hún þarf engrar meðferð-
ar við.
Diagnosís á Ervthroblast.osis er
auðveld. Þegar barnið fæðist. er
tekið blóð úr naflast.reng og gert
Coombspróf á því. Coombsprófið