Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1959, Side 10

Læknaneminn - 01.12.1959, Side 10
10 LÆKN ANEMINN Um læknisfræöinám í Engiandi. Er vér læknastúdentar í mið- hluta hófum nám síðastliðið haust, urðum vér varir við, að nýr félagi var kominn í vorn hóp. Var maðurinn hinn torkennilegasti, ífærður svörtum jakka, skreyttum silfurlituðu útflúri og einkennis- stöfum í barmi. Bersýnilega út- lendingur, sögðu menn, en enginn vissi nánar, hver maðurinn var. Brátt kom þó í ljós, að hér var kominn John Benedikz, sonur Eiríks Benedikz, counsellors í London, og merkið mystiska í jakkabarminum var skólamerki frá St. Bartolomew’s Hospital. John fluttist utan 8 ára að aldri og hefur því að mestu alizt upp í London og stundað þar læknis- fræðinám við St. Bartholomew’s Hospital. Fluttist heim í fyrra- haust og heldur nú áfram námi hér við háskólann. Þar sem vér vissum, að enskt skólafyrirkomulag er harla ólíkt því íslenzka, gengum vér á fund Johns og báðum hann að fræða oss lítillega um brezkt læknanám. Brást hann vel við því. Fullir af fróðleiksfýsn og ósegj- anlegri bjartsýni báðum vér hann þá að byrja að útskýra fyrir oss skólagöngu barna og unglinga í Englandi og þær kröfur, sem þar eru gerðar til nemenda, er kom- ast vilja í háskóla. En þetta skyldum vér aldrei hafa gjört. Eftir að hafa setið sveittir við að hlusta í stundarfjórðung, með blýantinn á lofti, báðum vér manninn í guðsbænum að hætta hið bráðasta. Virðist vera um ó- teljandi tegundir skóla að ræða og ógjörningur fyrir hvítan mann að átta sig á allri þeirri kaos. Hættum vér því að rannsaka mál- ið af svo vísindalegri nákvæmni, en báðum John að fylgja oss á fjölförnustu leið nemenda til há- skólanáms. Algengast er, segir John, að nemendur, sem hyggja á fram- haldsnám, fari í svonefndan Grammar-school eða Public- school. Námsefnið í skólum þess- um er hið sama, en sumum þykja hinir síðarnefndu fínni (Eton og Harrow eru t. d. public-schools), enda þurfa nemendur þar að borga allt að 400 £ á ári í skóla- gjöld, en ekkert í þeim fyrrnefndu, sem eru ríkisskólar. Um 15—16 ára aldur ljúka nemendur þessara skóla O-level rófi í hinum marg- víslegustu námsgreinum. Þá breytist námið. Nemendur velja sér ca. 4 námsgreinar, sem þeir hafa áhuga á, og 18—19 ára ljúka þeir svokölluðu G.C.E.A. og S. level prófi í þessum greinum. Próf þetta veitir inngöngu í há- skóla. Hvað um Jæknisfræðinám? í London eru 9 stórir spítalar, sem jafnframt annast lækna- kennslu, hver útaf fyrir sig. Eru þetta sjálfstæðar kennslustofnan- ir, en nemendur við alla þessa spítala eru þó innritaðir í Univ. of London og teljast nemendur þar. Mjög er erfitt að komast að við spítala til náms. Sækja alltaf miklu fleiri um námsvist, en tekn- ir eru. Velur hver spítali sér því nemendur og eiga prófessorarnir viðtal við hvern umsækjanda, áð- ur en valið fer fram. Hvernig er námstilhögun ?

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.