Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1967, Qupperneq 16

Læknaneminn - 01.07.1967, Qupperneq 16
16 LÆKNANEMINN FRÁ RITSTJÓRN I sumar munu færri íslenzkir læknanemar fara utan í stúdenta- skiptum en dæmi eru til um, síðan stúdentaskiptin hófust að ráði. Eins og flestum er kunnugt, eru þessar námsferðir mjög ódýrar og í flest- um tilfellum ágætlega heppnaðar. Það er því ömurlegt til þess að vita, að læknastúdentar skuli vera orðnir slíkir peningasafnarar og bók- námsdraugar, að þeir telji sig hvorki hafa efni á né tíma til að kynnast lítillega kollegum og læknisfræði annarra þjóða. I síðasta „Læknanema" var skýrt frá því, að á þingi stúdenta- skiptastjóra og fulltrúaráðs alþjóðasamtaka læknanema (I.F.M.S.A.), sem haldið var í Prag um síðustu áramót, hafi það sjónarmið komið fram, ,.að skylda þátttökuríkin til að senda fulltrúa til allra þinga sam- takanna". Svipað sjónarmið mun og hafa komið fram á aðalmóti sam- takanna í Aþenu á s.l. sumri. Þótt ólíklegt sé að Félag læknanema muni styðja þessa hugmynd, er vitaskuld mjög æskilegt að F.L. taki sem virkastan þátt í alþjóðlegu samstarfi m.a. með öflugum stúdenta- skiptum og þátttöku í sem flestum þingum I.F.M.S.A. Þess ber þó ætíð að gæta, að fulltrúar okkar séu rækilega undirbúnir fyrir þing- haldið, en ekki sendir í flaustri á elleftu stundu. Hér í blaðinu hefur margsinnis verið lýst yfir stuðningi lækna- nema við hugmyndina um hópstarf lækna og læknamiðstöðva á Is- landi. Ungir læknar hafa skrifað ítarlega um málið og nokkrir hafa þegar hrint hugmyndinni í framkvæmd, þótt mikið vanti á, að enn sé til fullkomin læknamiðstöð. Af fenginni reynslu er ólíklegt að yfirstjórn heilbrigðismálanna muni í raun beita sér fyrir skjótri lausn þessara mála. Það eru því læknarnir sjálfir, sem verða að hafa alla forystu til úrbóta. Á síðasta aðalfundi Læknafélags Islands, sem haldinn var að Laugum, kom fram tillaga, undirrituð af öllum fulltrúum svæðafélaganna, þess efnis, að stjórn L.í. leitaði samstarfs við heilbrigðisyfirvöld landsins um upp- byggingu læknamiðstöðva með sameiningu 2 til 4 læknishéraða. Enn- fremur var í þessari tillögu bent á Borgarnes sem hagkvæman stað, þar sem raunhæf reynsla fengist á starfsemi slíkra stöðva. Ef að líkum lætur á tillagan eftir að velkjast lengi í pappírsflóði dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, en á meðan helzt núverandi ástand að sjálfsögðu óbreytt. En á hvern hátt geta læknar haft áhrif á gang mála? Þeirri spurningu verður ekki svarað hér, en aðeins undirstrikuð nauðsyn þess að læknar sýni samheldni og styðji málið heilshugar. Það er t.d. ekki vænlegt til árangurs að eldri héraðslæknar og þó einkum ungir læknar haldi áfram að sækja um stöður, sem beinlínis stuðla að því að viðhalda úreltu skipulagi heilbrigðisþjónustunnar í landinu. V. H.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.