Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1967, Síða 20

Læknaneminn - 01.07.1967, Síða 20
so LÆKNANBMINN myndazt af veirueggjahvítu, byrja sameindir hennar að raða sér skipulega umhverfis hvern kjarnasýruþráð og mynda hylki eða capsid, sem er að uppbyggingu einkennandi fyrir þá veirutegund, sem olli sýkingunni. Nú getur tvennt gerzt eftir því, hvort um er að ræða nakta veiru eða hjúp- veiru. Naktar veirur eru eingöngu gerðar af nucleocapsid. Hinar infektífu veiruagnir (virion) eru því fullmyndaðar inni í frumunni um leið og nucelocapsid verður til, og hlaðast oft saman í stóra krystalla. Þegar fruman deyr og liðast í sundur, koma veirurnar út og krystallarnir leysast upp. Veiruagnirnar geta dreifzt til nýrra frumna og sýkt þær. Þegar um hjúp-veirur er að ræða, leggj- ast hin nýmynduðu nucleocapsid upp að frumuhýðinu að innanverðu og valda einhvers konar breyting- um á því, sem enn eru að mestu óþekktar. Frumuhýðið skýtur því næst út örlítilli blöðru, sem inni- heldur eitt nucleocapsid. Blaðran lokast smám saman utan um það og losnar frá frumuhýðinu. Gerist tvennt í senn. í fyrsta lagi fær veiruögnin um sig hjúp, sem verð- ur til úr blöðrunni, sem frumuhýð- ið gefur frá sér. Þar með verður hún fullmynduð og infektíf. I öðru lagi losnar veiran frá frum- unni og getur nú dreifzt um og sýkt nýjar frumur. (Sjá 2. mynd). Tíminn, sem líður frá því að upphaflega veiran, eða móður- veiran, leysist í sundur inni í hýsilfrumunni og þangað til fyrstu infektífu dótturveirurnar verða til, kallast eklipse-fasinn. Á þessum tíma er ekki hægt að finna infektífar veiruagnir inni í frum- unni, heldur einungis veirukjarna- sýru og veirueggjahvítuefni, sitt í hvoru lagi. Sérkenni veira. Vafasamt er, að hægt sé að telja veirurnar eiginlegar líf- verur. Til þess virðast þær of háðar hýsli sínum um alla lífsstarf- semi. Hins vegar er því þó ekki að neita, að hver veira hefur sín sérstöku einstaklingseinkenni, sem eiga rót sína að rekja til kjarnasýru hennar eða gena og eru óháð hýsilfrumunni. Þetta eiga veirur sameiginlegt með öll- um öðrum lífverum. Kjarnasýran ræður því, að hver veirutegund veldur ákveðnum efnabreytingum í hýsilfrumunni, sem allar bein- ast að því marki að framleiða nýj- ar veirur, sem eru eins og móður- veiran, en frábrugðnar öllum öðrum veirutegundum. Einstak- lingseinkenni veiranna geta þó breytzt nokkuð við stökkbreyting- ar í kjarnasýrusameindunum, og líkjast þær einnig eiginlegum líf- verum að því leyti. Svarið við þeirri spurningu, hvort telja beri veirur til lifandi vera, hlýtur að fara eftir því, hvernig lífvera eða líf er skilgreint. Slíkar skilgrein- ingar hafa þó næsta lítið vísinda- legt gildi og fara eftir mati hvers og eins. Hið sama er þá einnig að segja um það, hvort veirur séu lífverur eða ekki. Hér skiptir mestu máli að gera sér grein fyr- ir því, hvað líkt sé með veirum og öðrum lífverum og hvað ólíkt. Eftirfarandi eiginleikar veira eru taldir sérkennandi fyrir þær og aðgreina þær frá öllum öðrum smáverum (mikróorganismum): 1. I veiruögnum er aðeins ein tegund kjarnasýru, annað hvort DNA eða RNA. 2. Kjarnasýran ein annast fram- leiðslu nýrra veira, en aðrir hlutar veirunnar hafa ekki annað hlutverk en að vernda
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.