Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1967, Síða 22

Læknaneminn - 01.07.1967, Síða 22
ss LÆKNANEMINN bakteríulyf vinna því á þessum sýklum. Margir aðhyllast nú þá skoðun, að Psittacosis sýklar séu sérstakur flokkm- baktería, og að þeir eigi ekkert skylt við veirur. Uppruni veira. Til eru tvær höfuðkenningar um uppruna veira. Önnur kenningin er sú, að veirur hafi þróazt af ákveðnum tegundum baktería, sem smám saman hafi misst öll líffæri og efnakerfi bakteríufrum- unnar nema genin og eggjahvítu- efni, sem þeim eru tengd. Þannig hafi veirurnar smám saman orðið algjörlega háðar hýsilfrumunum um alla lífsstarfsemi. Það megi þannig líta á þær sem kröfuhörð- ustu og þar með sérhæfustu bakteríur, sem til séu. Hin kenningin, sem margir að- hyllast nú, gerir ráð fyrir því, að frumuhlutar, til dæmis hlutar af litningaþráðum (DNA) eða þá RNA þræðir, sem bera erfðaboð frá genum kjarnans til frymisins, geti losnað úr tenglsum við sína upphaflegu frumu. I langflestum tilvikum eyðileggjast þeir utan frumunnar. En einstaka sinrnn má gera ráð fyrir, að þeir komist inn í frumur annarrar tegundar og þá gefst þessum utanaðkomandi kjarnasýruþráðum tækifæri til að koma þar á framfæri þeim erfða- boðum, sem í þeim eru falin. Oft- ast anzar fruman ekki þessum framandi boðum. En í örfáum til- vikum má hugsa sér, að rétt skil- yrði séu fyrir hendi til þess að hin framandi kjarnasýra nái tök- um á starfsemi frumunnar og beini henni að einhverju leyti að framleiðslu framandi eggjahvítu- efna og kjarnasýru sem síðar tengjast saman og verða upphaf að veiru. Þegar nýrri veiru hefur þannig tekizt að nema land er lík- legt, að þróun hennar lúti sömu lögmálum og þróun sjálfstæðra líf- vera, þannig að smám saman velj- ist úr þau afbrigði, sem spjara sig bezt, bæði utan hýsilfrumunnar og innan hennar. HEIMILDASKRÁ: Andrewes, C. H.: Classification of Viruses of Vertebrates. Adv. Virus Research 9, 271—296, 1962. Andrewes, C. H.: Viruses of Vertebrates. Bailliére, Tindall and Cox, London 1964. Andrewes, C. H.: Viruses and Noah’s Ark. Baeteriol. Rev. 29, 1—8, 1965. Bang, F. B.: Effects of invading organ- isms on cells and tissues in culture. In: Cells and Tissues in Culture. Methods, Biology and Physiology, Vol. 3. Edited by E. N. Willmer. Academic Press, London and New York, 1966. Lwoff, A., Horne, R. and Tournier, P.: A System of Viruses. In: Basic Mechanisms in Animal Virus Bio- logy. Cold Spring Harbor Symposia on Quantitative Biology, Vol. XXVII, New York, 1962. Lwoff, A. and Tournier, P.: The classification of viruses. Ann. Rev. Microbiol. 20, 45—74, 1966. Moulder, J. W.: The relation of the Psittacosis groups (Chlamydiae) to bacteria and viruses. Ann. Rev. Microbiol. 20, 107—130, 1966. Smith, K. M.: Viruses. Cambridge Uni- versiay Press, 1962. Smith, W. (Editor): Mechanisms of Virus Infection. Academic Press, London and New York, 1963. Wildy, P. and Horne, R. W.: Structure of animal virus particles. Progr. Med. Virol. 5, 1—42, 1963.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.