Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1967, Page 23

Læknaneminn - 01.07.1967, Page 23
LÆKNANEMINN es Gylfi Ásmundsson, sálfræðingur: A TFERLISLÆKNINGA R Um áratugabil hafa aðferðir orkusálarfræðinnar, einkum sál- könnun og skyldar aðferðir, verið langmest notaðar í kerfisbundn- um sállækningum. Engin kenning um sálarlífið hefur komið fram, sem er jafn heilsteypt og yfir- gripsmikil og sálkönnunarkenning Freuds. Þó hafa kenningarnar og lækningaaðferðirnar legið undir harðri gagnrýni. Freud og fylgj- endur hans byggðu niðurstöður sínar á snjöllum athugunum á sjúklingum sínum, eða beirri rann- sóknaraðferð, sem nefnd er klin- isk aðferð. Klinisk aðferð er allt- af að miklu leyti huglæg, en að- eins að nokkru leyti hlutlæg. Klinisk aðferð byggist að miklu leyti á revnslu, innsæi og hug- vitsemi. Rannsóknartækin eru þessir eiginleikar athugandans, sem aldrei eru nákvæmlega þeir sömu og eiginleikar einhvers ann- ars athuganda. Erfitt er því fyrir aðra að komast að nákvæmlega sömu niðurstöðu, því að þeir hafa ekki nákvæmlega sömu tæki til þess. Vísindalegar niðurstöður fást aðeins, ef aðferðin og tækin til bess að komast að þeim eru fullkomlega skilgreind, þannig að hver og einn geti beitt sömu að- ferð og fengið sömu niðurstöðu. Þetta er sú gagnrýni, sem til- raunasálfræðingar og aðrir sál- vísindamenn hafa ætíð borið gegn sálkönnun. En gagnrýni stoðaði lítið, ef ekki var hægt að bjóða neitt betra í staðinn. Um svipað leyti og sálkönnun rann upp á stjörnuhimininn og bætti úr brýnni þörf, sátu tilraunasál- fræðingar á rannsóknarstofum sínum og gerðu, að því er virtist, smámunalegar rannsóknir á rott- um. Svo virtist sem bilið milli rannsóknarstofunnar og rottusál- fræðinganna annars vegar og lækningastofunnar og geðlækn- anna hins vegar yrði seint brúað. En síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Áratuga rannsóknir til- raunasálfræðinganna virðast nú vera farnar að bera ávöxt og far- ið er að gera vel heppnaðar lækn- ingar á mönnum eftir sömu lög- málum og fundizt hafa við rann- sóknir á rottum og öðrum til- raunadýrum. Þessar lækningaað- ferðir nefnast atferlislækningar (behaviour therapy). Ég mun hér á eftir gera stutta grein fvrir þróun þessarar stefnu og stöðu hennar nú. Bandaríkjamaðurinn Watson er talinn höfundur atferlisstefnunn- ar svonefndu (Behaviorism), og setti fram kenm'ngar sínar á ár- unum 1910—1920. Stefna hans var einskonar uppreisn gegn siálf- skoðunarstefnunni, sem ríkiandi var á þeim tíma. Sú rannsóknar- aðferð var, eins og nafnið bendir til, að mestu levti huglæg, þann- ig að athugandinn skoðaði eigin hugsanir, tilfinningar og viðbrögð. Watson hélt bví fram, að sú að- ferð gæti aldrei fært okkur nein algild sannindi um sálarlífið. Hrein hlutlæg athugun væri eina aðferðin, sem leiddi til vísinda- legra niðurstaða. Við hlutlægar rannsóknir á sálarlífi mannsins

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.