Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1967, Blaðsíða 25

Læknaneminn - 01.07.1967, Blaðsíða 25
LÆKNANEMINN «5 um á bak við lúguna og át með beztu lyst. En þá tók Thorndike upp á því að gefa kettinum kalda vindgusu framan í sig um leið og hann opnaði lúguna, í staðinn fyrir matinn. Þetta kom flatt upp á köttinn. Það var orðið svo vel lært, að á bak við lúguna væri matur, að hann gat ekki sjálf- krafa breytt um hegðun og farið að forðast lúguna, auk þess sem hann var sársvangur. Hann reyndi því aftur og aftur, en hrökk í hvert skipti til baka. Þarna varð árekstur í sálarlífi kattarins, tvær hneigðir rákust á, að forðast hið óþægilega, vindgustinn, og að ná hinu þægilega. Smám saman fóru taugar kattarins í megnasta ólag. Hann hljóp fram og aftur, tvísté og mjálmaði ámátlega. Hann vildi heldur engan annan mat snerta og hríðhoraðist. Nú mátti Thorn- dike fara að taka sig til og finna ráð til að lækna taugaveiklun kattarins. Það fylgir ekki sögunni, hvernig það hefur tekizt. En þess- ar tilraunir m. a. urðu til þess að sálfræðingar fóru að líta á orsak- ir og þróun sálrænna kvilla eða hegðunarvandkvæða í nýju ljósi. Fyrstu tilraunir sálfræðinga til að tengja skildögun við sálsýki- fræði eru tilraunir Watsons og Rayners (1920) og tilraunir M. C. Jones (1924). Jones gerði tilraun- ir með lækningu á fobiu. 3ja ára gamall drengur var ofsahræddur við kanínu. Kanínan (skildagaða áreitið) var höfð í nokkurri fjar- lægð frá drengnum, en sælgæti (óskildagaða áreitið) var sett fyr- ir framan drenginn. Hræðslan við kanínuna var í lágmarki en löng- unin í sælgætið í hámarki. Við end- urteknar tilraunir var kanínan smám saman færð nær. Vegna tengsla sinna við sælgætið vakti hún smám saman svipuð þægileg viðbrögð hjá drengnum og sælgæt- ið, og hræðslan hvarf. Mowrer og Mowrer (1928) gerðu tilraunir til að lækna enuresis. Sjúklingur er barn, sem vætir rúm. Komið er fyrir tæki, þannig að minnsta væta hefur áhrif á tækið, og um leið hringir bjalla og barnið vaknar. Við end- urteknar tilraunir heldur barnið áfram að vakna, er bjallan hring- ir. En smám saman tengjast hin líkamlegu viðvörunarmerki frá blöðrunni bjölluhjóminum. Barnið lærir að skynja hina náttúrlegu viðvörun frá blöðrunni, áður en bjallan hringir og vaknar áður en nokkur þvaglát verða. Enda þótt fram hafi komið mikill áhugi á þessum árum á því að lækna sálræn sjúkdómsein- kenni með skildögum, voru til- raunir í þá átt fáar. Aðalástæður fyrir því hafa vafalaust verið, að grundvallarrannsóknir á skildög- um og tileinkun viðbragða var enn á frumstigi og hagnýting hennar í þágu sálsýkisfræðinnar mjög takmörkuð. Aðferðinni virt- ist aðeins hægt að beita við tiltölu- lega fá og skýrt afmörkuð ein- kenni, en í fæstum tilvikum koma sálrænir siúkdómar fram á svo einfaldan hátt. Á næstu 20 árum var fátt gert til að hagnýta aðferðir þessar til lækninga. Hins vegar komu fram á þessum tíma nokkrar merkar kenningar sem byggðust á ítar- legum tilraunum á tilraunastofum. Skulu þar einkum nefndir Tolman, Skinner, Lewin, Guthrie og Hull. Allir fengust þeir við að finna lögmál og smíða alhliða kenning- ar um nám eða tileinkun atferlis, hér nefndar lærikenningar. Und- antekning er þó Rússland. Rúss- ar hafa verið miklir andstæðing- ar sálkönnunaraðferða og aldrei
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.