Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1967, Síða 27

Læknaneminn - 01.07.1967, Síða 27
LÆKNANEMINN 27 aðstæður, sem kvíðaáreitið kem- ur fyrir í (t. d. margmenni, þröng herbergi eða annað sem við á). Vegna taugaslökunar vaknar kvíð- inn ekki nú og við endurtekningu verður sjúklingurinn ónæmur fyr- ir þessum kvíðaáreitum. Þegar hræðsla við ákveðið áreiti hefur minnkað verulega, eru tekin fyrir síkvíðavænlegri áreiti á listanum. Árangur við alvarlegu áreitin byggist mjög á góðum árangri við hin vægari, sem skapar sjálf- traust og hefur sefjandi áhrif til lækninga þeirra, sem á eftir koma. Með þessari aðferð er fræðilegur möguleiki að lækna hvaða sál- ræna sjúkdóma sem er, svo fremi hægt sé að greina þá sundur eins og að framan er lýst. Tilraunir með þessa aðferð eru þó skammt á veg komnar, en árangur, sem þegar hefur náðst gefur góðar vonir. Síðustu ár hefur atferlislækn- ingum helzt verið beitt gegn alkoholisma og afbrigðilegri kyn- ferðishegðun (t. d. homosexual- isma og transvestisma). Er þá miðað að því að vekja hjá sjúkl- ingi óbeit á víni eða viðkomandi kynáreitum (aversion therapy). Við þessar lækningar er einkum beitt vægum raflostum, sem með nálægð sinni við viðkomandi áreiti vekja óbeit á þeim. Eins og sjá má er aðferð þessi nokkuð ólík aðferð Wolpes, þótt sömu lögmál liggi til grundvallar. Hér er tilgangurinn að vekja kvíða í tengslum við hin sjúklegu við- brögð sjúklingsins, og mætti jafn- vel líta á raflostið sem einskonar refsingu fyrir þessi viðbrögð. Enda þótt skildögunin sé hér sem í öðrum tegundum atferlis- lækninga þungamiðja í lækning- unni, gefur kvíðinn, sem hér kem- ur fram, tilefni til dýpri meðferð- ar. Alkunna er hve sjúklingar með skapgerðargalla sem undirstöðu sjúkdómseinkenna sinna, hafa til- hneigingu til að forðast að horf- ast í augu við eigin vandamál og fara gjarnan undan í flæmingi, sé reynt að beita venjuiegri sállækn- ingu. Af þeim sökum reynist oft næsta ómögulegt að veita þeim nokkra varanlega lækningu. Við þá aðferð sem hér er lýst, geta þeir ekki flúið kvíðvekjandi áreiti, eins og þeim er annars tamt. Þeir hlaðast kvíða og spennu og þurfa útrás. Því er mikilvægt, að læknirinn noti tækifærið til að veita sjúklingn- um rækilega útræslu (abreaction) á tilfinningum sínum. Við útræslu eru líkur til þess, að sjúklingur- inn geti horfzt í augu við hin djúpstæðari vandamál sín og sé því færari um að glíma við þau. Árangur af óbeitar-lækningum hefur reynzt tiltölulega mjög góð- ur. Blake (1966) gerði tilraunir með 37 alcoholista. Eftirgrenslan eftir 6 mán. sýndu, að 54% höfðu ekki bragðað vín og að 8% til við- bótar höfðu hrasað óverulega. Eftirgrenslan eftir 12 mán. sýndi, að 45,95% voru enn þurrir, og 13,51% til viðbótar að mestu leyti þurrir. Þessi árangur er í samræmi við aðrar tilraunir og sýnir ótvíræða yfirburði yfir aðr- ar lækningaaðferðir á alcohol- isma. Þess ber einnig að gæta, að lækningatímabilið er mun styttra, oftast ekki nema vika til hálfur mánuður eftir að sjúklingur hefur jafnað sig eftir drykkju. Hér hefur aðeins verið lýst tveimur aðferðum til atferlislækn- inga, en tilraunir hafa verið gerð- ar með margvíslegar aðferðir. Reynt hefur verið að vinna bug á psykotiskum hegðunareinkenn-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.