Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1967, Qupperneq 33

Læknaneminn - 01.07.1967, Qupperneq 33
LÆKNANEMINN 33 Eg held eg skilji hulduljóðið þitt, þinn rómur kveður; eg er alda á sænum, en það er eigi aðallífsstarf mitt að óma rótt í hæga næturblænum. Nei, mér er annað æðra takmark sett, eg á að vinna bug á gömlum löndum. Eg á að mola sundur margan klett og mynda nýjan reit á öðrum ströndum. Og þótt eg beri eigi höfuð hátt og hnígi bráðum látin ströndu viður þá hef eg samt þann alheims mikla mátt sem myndar nýtt, en brýtur gamalt niður. Karl H. Proppé, stud. med.: Undanfarið hafa kennsluaðferð- ir og kennslutilhögun verið ofar- lega á baugi. Á döfinni er nýtt kennslukerfi við læknadeild Há- skóla íslands og töluverðar vanga- veltur og umræður manna á meðal vegna þess. Allur áhugi á kennslumálum er ótvírætt lofsverður og hvetjandi til framfara í menntun læknanema sem og annarra stúdenta við Há- skólann. Því má þó ekki gleyma, að kennsluaðferðir og kennslukerfi eru ekki aðalatriðið, heldur það mannval, er tekur að sér að nema læknisfræði, það mannval, er tek- ur að sér að mennta lækna og sá andi fróðleiksfýsnar og sannleiks- ástar, sem á að vera ríkjandi inn- an háskólaveggja hvarvetna og er undirstaða vísinda og fram- fara. Þetta á reyndar við um mennt- un almennt, en hvað viðkemur læknakennslu bætast við ýmsir sérhæfðari þættir, svo sem gæði hinna ýmsu sjúkradeilda þar sem kennsla fer fram, tilraunastarf- semi o. fl. — Menn eru misjafnir, bæði nemendur og kennarar. Segja má þó, að læknanemar séu úrval, — þ. e. a. s. að valið er úr með ströngum prófum og eru þeir vegnir og settir í gæðaflokka eftir misjöfnu mati kennara. Kennarar eiga einnig að vera valdir, þó að á annan hátt sé, og þeir fá einnig sinn gæðaflokk og einkunn hjá nemendum sínum. Mat dauðlegra manna á öðrum dauð- legum mönnum hlýtur alltaf að verða ófullkomið. Eini mælikvarðinn hversu til hefur tekizt, er, hvernig ungum læknum vegnar, þegar þeir hefja störf, hér eða erlendis. Eftir fréttum að dæma virðast þeir í góðu áliti. Þess vegna má ganga frá því sem vísu, að Háskóli íslands hafi yfir að ráða góðum kennurum og duglegum læknanem- um, sem ekki láta bugast af skorti á ýmsu því, sem með öðrum bióð- um er talið nauðsynlegt til góðrar læknamenntunar. Það er ekkert launungarmál, að gæðum ýmissa sjúkradeilda, sem ætlað er að sjá um kennslu læknanema, er mjög ábótavant og tilraunastarfsemi, er stúdentum stendur til boða. er engin. Þióð vor er lítil, en hún er ekki fátæk. Hún á úrval góðra manna, sem er mesta ríkidæmi þjóðar og hún getur aldrei orðið svo fiár- hagslega snauð, að hún hafi ekki efni á að búa þeim sæmileg starfs- skilyrði. En bví má ekki gleyma, að bað er ekki hægt að kenna erfiðri starfsaðstöðu um allt, er aflaga fer. I nefndaráliti um framtíðar- skipulag spítalalæknisþiónustunn- ar, sem birtist í Læknablaðinu 1.—2. hefti, febrúar—apríl 1967 segir orðrétt: „1 nefndinni var enginn áerein- ingur um, að íslenzkir spítalar voru fyrir neðan meðallag um að-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.