Læknaneminn - 01.07.1967, Blaðsíða 44
LÆKNANEMINN
u
A. Öþekktar orsakir.
1. Essential (primer eða idio-
patiskur) háþrýstingur.
B. Þekktar orsakir.
1. Vegna truflana í miðtauga-
kerfi (t. d. vegna cerebro
vascular áfalla, tumora og
og annara sjúkdóma, sem
valda aukningu á intra-
cranial þrýstingi, skemmdir
í medulla oblongata, pons og
mesencephalon, t. d. polio,
tabes, dysautonomia, og m.
fl.
2. Renovascular hypertension.
Ýmsir nýrnasjúkdómar geta
valdi háþrýstingi, þeir
helztu eru: Glumerulonep-
hritis acuta et chronica,
pyelonephritis, renes chole-
cysticae, nephropathiae
obstructivae, ischemia í nýr-
um, einkum unilateral, t. d.
stenosis a. renalis, collagen
sjúkdómar í nýrum o. fl.
3. Endocrin orsakir:
a. Cushing’s syndrome
b. Pheochromocytoma
c. Primer aldosteronismus
4. Coarctatio aortae.
5. Toxemia in graviditate
Orsök essential háþrýstings
er óþekkt en álitið er, að um
aukna mótstöðu í arteriolum af
óþekktri orsök sé að ræða. Þetta
er lang algengasta tegund há-
þrýstings eða um 90% (Perera),
en mun fara hlutfallslega heldur
minnkandi vegna betri greiningar
á secunderum háþrýstingi.
Ekki er vitað um orsök blóð-
þrýstingshækkunar af völdum
skemmda í miðtaugakerfi, en lík-
lega er um einhverja truflun á
regulation homeostasis að ræða.
Renovascular háþrýstingur er
talinn algengasta orsök secunders
háþrýstings eða um 5%. Er því
þýðingarmikið að greina þessa or-
sök, þar eð stundum er um lækn-
anlega sjúkdóma að ræða. Fysio-
logisk orsök er talin vera aukin
framleiðsla á renini, sem talið er
myndast í auknum mæli í ischem-
isku nýra eða nýrnahluta. Renin
sameinast hypertensinogeni, sem
er globulin, framleitt í lifur, og
myndar angiotensin, sem talið er
hækka blóðþrýstinginn. Einnig
hefir renin-angiotensin mekan-
isminn áhrif á framleiðslu aldo-
sterons í nýrnahettum, en þetta er
þó ekki talið hafa höfuðþýðingu.
Þó mun vera aukin secretion á
aldosteroni í illkynja háþrýstingi
(secunder hyperaldosteronismus)
og einnig í primer hyperaldoster-
onismus, þar sem háþrýstingur er
eitt aðaleinkennið.
Ekki er vitað um orsök háþrýst-
ings í Cushing’s syndroma og er
háþrýstingurinn sjaldan svæsinn.
í pheochromocytoma er háþrýst-
ingurinn a. m. k. í byrjun oft int-
ermitterandi eða paroxysmal, og
er hann talinn stafa af aukinni
myndun á noradrenalini og
adrenalini. Oft eru önnur einkenni
um adrenalinverkun, sj. er kald-
sveittur, órólegur, oft titrandi,
skiálfandi og hræddur.
Við coarctatio aortae er hækk-
aður blóðþrýstingur í efri hluta
líkamans, en lækkaður í hinum
neðri, Ekki er nákvæmlega vitað,
hvort háþrýstingurinn þar er af
mekaniskum orsökum, af renal
orsökum (ischemia í nýrum eða
núlsþrýstingur minnkaður) eða af
þessum orsökum sameiginlega.
Sjúkdóminn má auðveldlega
greina með palpation á púlsation-
um í femoralis slagæðum, sem eru
minnkaðar og seinni en eðlilegt er.
Ef um vafa er að ræða, má mæla
blóðþrýsting bæði í hand- og fót-
leggjum. Vegna þess hve greining-
in er auðveld, aðeins ef femoralis