Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1967, Side 46

Læknaneminn - 01.07.1967, Side 46
■46 LÆKNANEMINN legum breytingum í líffærum líkamans. Reynt hefir verið að flokka sjúkdóminn á ýmsa vegu eftir því hve alvarlegur hann er. Mest er notuð flokkun eftir augn- botnabreytingum, í fjóra flokka. Gr. I: Arteriur þrengdar (nor- malt hlutfall milli arteriu og venu er 2/3—4/5) og misvíðar. Ljós- reflex er stundum aukinn. Gr. II: Arteriur meira þrengdar, ljósreflex mikið aukinn (silver wire art.), jákvætt Gunn’s ein- kenni (,,nipping“ á venu, þar sem arteria fer yfir). Gr. III: Sama og II og einnig blæðingar og/eða exudöt. Gr. IV: Sama og III og einnig papilloedema. Það er því nauðsynlegt að skoða augnbotna sérhvers sjúklings með háþrýsting. Auk augna eru hjarta, nýru og heili þau líffæri, sem helzt láta á sjá við háþrýsting, og ber því að gera sér grein fyrir starfshæfni þeirra. Hjarta: Almenn anamnesis, saga um mæði við áreynslu eða í hvíld, paroxysmal noturnal dys- pnoe, angina pectoris, infarctus myocardii o. fl. Við skoðun þarf að athuga ictus cordis, hjarta- stærð, decompensationseinkenni, 4. hjartahljóð (praesystoliskt), gallop, accentuation á A2, systo- liskt óhljóð yfir aortastað (rela- tiv aortastenosis, o. s. frv. Rannsóknir: Röntgenmynd af hjarta og lungum gefur yfirleitt litlar upplýsingar, þ. e. hjarta- stækkun verður mest concentriskt (hypertrophia en ekki dilatatio). Hjartað er venjulega „aortacon- figurerað", og athuga ber, hvort stasis sé í lungum, usurur í rifj- um (við coartatio), o. fl. Hjartarafrit gefur oft góðar upplýsingar. Er það gagnlegt til að meta hypertrophiu á vinstri ventriculus (stór S í hægri praecordialleiðslum, stór R í vinstri praecordialleiðslum, SVi + Rv5 // 35 mm.). Fyrstu einkenni við vinstri hypertrophiu eru oft lágir eða diphasiskir T-takkar í I og vinstri praecordialleiðslum. Síðan oft „strainform” þegar sjúkdómurinn er langt genginn. Nýru: Saga um nýrnasjúkdóm. Almenn þvagskoðun (sérlega fyr- ir eggjahvítu) og smásjárskoðun á þvagi. Ef til vill ræktun úr þvagi, þar eð háþrýstingur getur orsakast af pyelonephritis og einn- ig vegna þess, að skemmdum nýr- um er hættara við sýkingu en heil- brigðum nýrum. Concentrations- hæfni nýrna er mjög gagnlegt próf. Ef spontan ionconcentrati- onsgeta er 5: 1.020—1.022, má segja, að nýrnastarfsemi sé lítið eða ekki skert. Ef blóðurea eða blóðcreatinin eru hækkuð af völd- um háþrýstings (en ekki primert af völdum nýrnasjúkdóms), er það venjulega slæmt merki. Einn- ig er í flestum tilfellum rétt að taka i. v. urogram (ef blóðurea er yfir 100 mg. %), athuga þá stærð nýrna, útskilnað á contrasti, hvort útskilnaður er eðlilega hraður báðum megin. Ef sérstök ástæða er til, má taka arteriogram og/eða retrogard pyelogram. Hægt er að gera sér grein fyrir ástandi heila með viðtali við sjúk- ling og neurologiskri skoðun. Ef grunur er um secunderan háþrýsting, en slíkt ber einkum að gruna hjá ungu fólki, ber að gera viðhlítandi rannsóknir til að úti- loka eða greina sjúkdóminn, sem honum gæti valdið. Við grun um nýrnasjúkdóm ber að gera áður- nefndar rannsóknir, eftir því sem ástæður eru til. Stundum getur verið erfitt að greina á milli

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.