Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1967, Side 58

Læknaneminn - 01.07.1967, Side 58
58 LÆKNANEMINN er. Áverki getur hafa skemmt brjóskhringina í trachea svo hún fellur saman við innöndun. I slík- um tilvikum skal strax gerð tracheostomia. Tensio pneumo- thorax getur myndast við litla áverka, sem erfitt er að sjá. Með- ferð er að stinga inn nál. Ef öndun er upphafin verður að anda fyrir sjúkling og er það gert um 15 sinnum á mínútu. Ef hjartað er stöðvað skal gera hjartahnoð samhliða önduninni. Öndunaraðferðir eru margar, en munn-við-munn aðferðin er mest modern og hefur sér m. a. til ágætis að strax má finna hvort stífla er í öndunarveginum. Gott er að hafa sérlegan öndunarmaska til að gera aðferðina auðveldari og huggulegri. Rétt er að hafa í huga að stóru pyramidal frum- urnar í cortex cerebri þola ekki súrefnisskort lengur en 4—6 mín- útur. Ef ekki tekst að opna munn sjúklings verður að anda gegnum nefið og fylgjast með hvort brjóst- kassinn lyftist. Ef ekki, má oft ná stíflunni með því að hvolfa sjúkl- ingi og slá snöggt milli herða- blaðanna. Súrefnistæki og maski ætti alltaf að vera handbært. Hjartahnoð. 1 síðasta tbl. Læknanemans birtist grein um hjartahnoð og nægir að vísa til þess hér. Blœðingar. Bezta aðferðin til að stöðva slagæða- eða bláæða blæðingu er með beinum þrýstingi yfir æðinni. Stasar eru vandmeðfarnir, því með því, að stasa of fast getur maður valdið varanlegum skemmdum á æðum og taugum. Hinsvegar er hættan að stasa of laust svo að- eins bláæða blóðrásin stöðvast. Af þessum sökum ætti ekki að nota stasa nema í neyð. Ef að- stæður væru fyrir hendi mætti setja tangir á og undirbinda en bezt er að slíkt bíði þangað til endanlega er gengið frá sárinu. Útlimablæðingar eru sem betur fer sjaldan mjög bráðar en innri blæðingar í brjóst- og kviðarholi eru það oft og verður þá að gera aðgerð strax. Að lokum er rétt að minna á, að bæta þarf upp veru- legt blóðtap með blóðgjöf. Shock. I Christopher’s Textbook of Surgery segir að „shock sé klín- iskt ástand, sem sérkennist af einkennum, sem koma fram, þegar útfall hjartans sé ekki nægilegt til að fylla slagæðatréð af blóði und- ir nægilegum þrýstingi svo að haldist uppi nægileg blóðsókn til vefja og líffæra.“ Ýmsar orsakir eru fyrir shocki, en ef það er skömmu eftir áverka stafar það langoftast af blóðtapi og skal meðhöndla það sem slíkt nema ákveðinn grunur sé um súr- efnisskort eða höfuðáverka. Shock hefur ýmis klínisk ein- kenni, en ef 4 höfuðeinkenni þess eru til staðar skal tafarlaust með- höndla sjúkling fyrir shocki. Þessi einkenni eru: 1) Púls > 100 á mínútu. 2) Systolískur blóðþrýstingur < 100 mm Hg. 3) Húð í andliti föl, cyanotísk, kaldsveitt. 4) Hendur eru kaldar. Það er talið nægilegt fyrir ung- an mann að missa 30% af blóð- magni sínu á nokkrum klukku- stundum til að fara í shock. Lok- að lærleggsbrot getur gefið 800— 1400 ml blóðtap út í vefina í kring. Sjúklingur í yfirvofandi shocki getur verið með eðlilegan blóð- þrýsting og þarf ekki nema lítinn blóðmissi í viðbót til að hann fari í shock. Það er erfitt að skrifa um með-

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.