Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1968, Side 8

Læknaneminn - 01.12.1968, Side 8
8 LÆKNANEMINN hólmi, sem þá var ritstjóri Acta Endocrinologica, var þarna stadd- ur og skildi, að hér var um stór- merka nýjung að ræða og birti fyrirlesturinn allan í supplement- um við Acta Endocrinologica 1956. Það kom síðar í ljós, að þetta erindi dr. Pincus reyndist vera upphafið að nýrri þróun í notkun frjóvgunarvarna. Þótt efni þau, sem í pillunni eru, séu ekki ný af nálinni, hafði engum til þessa dottið í hug að nýta þau tvö aðal- hormón, sem eggjastokkar kon- tmnar framleiða, til frjóvgunar- vama. Að vísu hafði það verið vit- að um meira en 30 ára skeið, að hægt væri að koma í veg fyrir egglos hjá konunni með því að gefa inn vissar tegundir hormóna, en mönnum hafði ekki hugkvæmzt að taka upp almenna notkun þeirra í þessu skyni, þar sem óæskileg aukaáhrif af stöðugri notkun þeirra voru talin það mikil, að slík notkun væri vart réttlætanleg. Fyrir rúmum 10 árum komu fram efni framleidd í tilraunastof- um, skyld þessum hormónum líkamans. Sum þessara „gervi- hormóna" höfðu mjög kröftug áh’n'f en litlar aukaverkanir. Þótt þau væra í fyrstu einkum notuð við vmis konar truflanir á hor- mónframleiðslu líkamans, vaknaði nú spurningin um, hvort hér væri ekki fundin hentug leið til þess að fvrirbvggia egglos, og þar með væn fundin einföld og hentug leið til frióvsnmarvama, sem nota mæt.ti í stórum stíl. Tilraunir, sem hafnar voru í þessum tilgangi, gáfu góða raun begar frá upphafi, og bar sem á þessum tíma fóru einmitt fram miklar umræður um offiölgunar- vandamál heimsins. fékk þessi husrnvnd byr undir báða vængi. Telja má, að fyrsta notkun pill- unnar í stórum stíl hafi átt sér stað á eyjunni Puerto Rico, árið 1956. Eftir birtingu árangurs fyrstu áranna þar, fór notkun pill- unnar síðan hraðvaxandi um allan hinn siðmenntaða heim. Má telja, að almenn notkun hennar í heiminum hefjist ekki fyrr en í kringum árið 1960. Hófst notkun hennar um svipað leyti hér á landi. Um framleiðslu pillunnar er það að segja, eins og um flest þau lyf, sem miklar vonir eru bundnar við, að rannsóknarstofur flestra stærri lyfjaframleiðenda í heiminum und- irbjuggu framleiðslu hennar í stór- um stíl og jafnframt voru hafnar víðtækar rannsóknir á kostum hennar og göllum. Einkum var reynt að leiða í ljós, hvort óæski- legar aukaverkanir kæmu fram, og þá jafnframt reynt að finna ráð til að koma í veg fyrir þær. Greinar í læknatímaritum, sem fjalla um pilluna. skipta nú þús- undum. Segja má, að allur fjöldi þeirra tegunda, sem framleiddar eru i heiminum í dag, séu ná- skyldar. Mismunur hinna ýmissu tegunda, liggur einkum í því, að notuð eru mismunandi östrogen- og progesteronefni og skammtar þeirra era nokkuð breytilegir frá einni pillutegund til annarrar. Þótt það hafi verið fyrir löngu sýnt og sannað, að ýmsir steroid- ar geti komið í veg fyrir egglos er langt frá því, að allir þættir séu enn fullskýrðir. Áhrif steroida til frjóvgunarvarna, bæði á endo- metrium, slím leghálsins, eggja- leiðara o.s.frv., hafa um langt skeið vakið fræðilegan áhuga manna. Margt bendir til þess að áhrif steroida í þessa átt séu mjög flókin og að verkun þeirra sé ekki eingöngu fólgin í því að hindra egglos, frjóvgunarvöm þeirra sé einnig á fleiri sviðum. Þetta hefur

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.