Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1968, Blaðsíða 12

Læknaneminn - 01.12.1968, Blaðsíða 12
12 LÆKNANEMINN 1959, og niðurstöður birtar nálega samtímis í „The American Journal of Obstetrics and Gynecology“ og í „Yokohama Medical Bulletin“. Höfundar þessara greina voru annars vegar Oppenheimer frá Israel og hins vegar Ishihama frá Japan. Þeir lýstu báðir, hve til- töMega örugg frjóvgunarvörn væri fólgin í þessari aðferð og litl- ar aukaverkanir. Þetta skeði ein- mitt á sömu árum og framleiðsla pillimnar hófst í stórum stíl, eins og lýst hefur verið hér að framan, og má segja að viðbrögðin við greinum þeirra félaga hafi verið svipaðar og við grein dr. Pincus. Margir aðilar hófu nú víðtækar athuganir á gildi þessara frjóvgun- arvama. Ymsar gerðir voru fram- leiddar, en fyrstu árin nutu eink- um þrjár tegundir mestra vin- sælda, þ.e. „Lippes loop“, „Margu- lies spiral“ og „Birnbergs bow“. Af þessum 3 tegundum hefur Lip- pes loop, eða „lykkjan“, notið mestra vinsælda og er svo enn í dag. Af nýrri tegimdum hefur Saf- T-Coil verið mest notað undan- farið. Mikill fjöldi ritgerða hefur birzt um árangur plastlykkja, I.U.D. (Intra-uterine device). Hér verður ekki nánar lýst gerðum og útliti þeirra. Silfurhring Gráfen- bergs þurfti að taka úr leginu af og til, því að annars var hætta á, að hringurinn gengi í gegnum leg- vegginn. Hins vegar hefur sýnt sig, að plasthlutir þeir, sem nefnd- ir hafa verið, hafa nálega enga slíka hættu í för með sér, og virð- ast geta legið í legholinu um ára- bil án ertingar. Komið hefur fyrir að lykkja hafi gengið í gegnum legvegginn, en þá vanalegast í gegnum þunnt ör eftir fyrri að- gerðir, eða þá að legveggur hefur laskazt, er lykkjan var sett upp. Til þess að geta betur fylgzt með hvort lykkjan er á réttum stað eða ekki, hafa einkum tvö ráð verið notuð. Annars vegar að setja efni saman við plastið, sem gerir lykkj- una sýnilega á röntgenmynd. Hins vegar að láta þræði ganga niður úr lykkjunni niður í gegnum leg- háls, þannig að annaðhvort kon- an sjálf geti fundið fyrir þeim eða læknirinn séð þræðina við skoðun. Til eru tegundir sem innihalda málmstykki, sem hægt er að finna staðsetningu á með sérstöku málmleitartæki. Ymsir ókostir fylgja notkun lykkjunnar. Fyrst skal þá telja þann, að u.þ.b. 2 konur af 100 verða ófrískar, þrátt fyrir að lykkjan sé á síniun stað í uterus. Lykkjan gefur því vart meira en 97-98% öryggi. Hjá u.þ.b. einni konu af hundraði gengur lykkj- an niður, vanalegast með nokkr- um verkjum og smávegis blæðingu, sem gefur vísbendingu um, hvað er á seyði, en einstaka sinnum án vitneskju konunnar. Algengt má telja, að næstu tvennar eða þrenn- ar tíðablæðingar eftir að lykkjan er sett upp, séu nokkuð í meira lagi, þótt sjaldgæft sé, að blæð- ingin sé það mikil, að vandræði stafi af. Verkir af völdum lykkj- imnar eru fremur sjaldgæfir. Einn- ig bólgur í legi og eggjaleiðurum. Óvíst er hvort þroti eða særindi á leghálsi séu algengir fylgikvillar lykkjunnar, um það eru læknar ekki sammála. Við lengri notkun virðist um fáa fylgikvilla að ræða. Eina kvörtun má þó telja algenga, en hún er sú, að tíðablæðingar standi 1-2 dögum lengur og eru þær stundum meiri að magni til en áður. 1 fyrstu óttuðust menn, að langvarandi notkun lykkju gæti haft í för með sér, að konan ætti síðar erfitt með að verða ófrísk. Reynslan virðist ekki leiða þetta í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.