Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1968, Side 15

Læknaneminn - 01.12.1968, Side 15
LÆKNANEMINN 15 hefur enn vissa kosti fram yfir önnur ráð. Hafa ber í huga, að um margar tegundir hetta er að ræða. Hettur sem eingöngu eru settar á leghálsinn hafa gefizt mjög mis- jafnlega. Konurnar geta ekki sett þær upp sjálfar, nema þær hafi sérstaka kunnáttu til að bera. Al- gengustu og jafnframt öruggustu gerðir hetta, eru þær, sem liggja eftir endilöngum leggöngunum, ná aftur fyrir leghálsinn og skorðast á bak við nárabogann að framan. Algert skilyrði er hér, að hettan sé rétt prófuð í byrjun, annars gef- ur hún ekki fullnægjandi öryggi. Þegar stærð hettu er mæld, eru gjarnan notaðir prófhringir úr gúrnmíi, sem gefa upp nákvæmlega þá stærð, sem konunni hentar. Ef hettan reynist of stór, veldur hún óþægindum, ef hún er of lítil, veitir hún mjög takmarkað öryggi. Rétt stærð er sú sem skorðast hæfilega þétt á bak við nárabog- ann. Ávallt skal konan nota krem með hettunni, sem verkar lamandi á sæðisfrumurnar. Konan skal ávallt hafa hettuna uppi a.m.k. 6-8 klst. eftir coitus. Helztu ástæður fyrir því, að hetta mistekst, eru einmitt þær áðurnefndu: Krem hefur ekki ver- ið notað með, eða a.m.k. ekki full- nægjandi, hettan hefur verið tek- in of fljótt eftir coitus eða hettan hefur alls ekki verið af réttri stærð. Konum, sem vanizt hafa hettu, líkar yfirleitt vel við hana, og vilja margar alls ekki skipta á henni og á öðrum og nýrri ráðum. Hettan veldur nálega engri ertingu. Er hún því enn eitt bezta ráðið, sem gefa má ungum konum, sem ekki hafa eignazt börn, þeim konum, sem ekki þola pilluna eða talið er rétt að hvíli sig á henni um tíma, og þeim konum, sem lykkjan ekki hæfir einhverra hluta vegna. Þótt Islendingar séu meðal þeirra fáu þjóða heims, sem þarfn- ast mikillar fólksfjölgunar í landi sínu, verður að telja að ekki sé rétt að byggja þá fólksfjölgun á mistökum í fjölskylduáætlunum. Sjálfsagt þykir, að læknar og aðr- ir, sem sérkunnáttu hafa til að bera í þessum málum, veiti fólld þá fræðslu, sem nauðsynleg er, bæði á þessu sviði sem öðrum. Verði grein þessi læknanemum til einhverrar glöggminar, svo að þeir megi betur öðrum ráð gefa til notkunar frjóvgunarvarna, er til- gangi hennar náð. # Óvinaherinn hafði hertekið landið og hermennirnir óðu um og sýndu enga vægð, hvorki dauðu né lifandi. Nokkrir hermenn komu að nunnu- klaustri og brutu upp hliðið. Nunnurnar köstuðu sér, skelfingu lostnar, á kné og hrópuðu: „Gerið við okkur, hvað sem þið viljið, en hlífið priorinnunni." Þær höfðu varla sleppt orðinu, þegar prioiinnan kallaði: „Þegið þið, stúlkur, strið er stríð.“ # Ég hef dálitlar áhyggjur, læknir, ég er orðinn ástfanginn af hrossi. Hrossi? Hvemig hrossi? Heiðhrossi, í hesthúsinu mínu. Hesti eða meri? Hver and....... er þetta maöur, meri auðvitað. Heldur þú að ég sé eitthvað skrýtinn?

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.