Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1968, Blaðsíða 17

Læknaneminn - 01.12.1968, Blaðsíða 17
LÆKNANEMINN 17 þyki æskilegri en aðrir til læknanáms, sem ekki þurfa langan tíma til að átta sig á breyttum aðstæðum, heldur nái fljótt tökum á nýjum viðfangsefnum og geti án mikils erfiðis sannað það fyrir öðrum. Fáir munu svíkjast um að lesa þann bókakost, sem fyrir er lagður, algeng- ara mun að skræðurnar séu lesnar upp til agna. Samt falla menn. Sennilegt er, að menn geri sér ekki ljóst, að aðrar kröfur eru gerðar til manna í háskóla heldur en í menntaskóla. En þar sem sú skoðun ríkir, að þetta próf sé níðangurslega þungt, er eðlilegt. að menn kippi sér lítið upp við að falla. Nú orðið þykir það ekki í frásögur færandi, fyrr en maður fellur í þriðja eða fjórða sinn. Þarna er kominn fram alvarlegur galli á kerfinu. Prófið hefur að mestu glatað fráfælumætti sínum. Menn taka einfaldlega ekki mark á úrskurði þess. Nú er því svo komið, að í stað þess að stytta vist manna við deildina er prófið farið að lengja hana. Mönnum smálærist, hvað til þarf, og hrökkva inn á endanum, ef þeir bara þrauka nógu lengi. Má því búast við því, að sumir Ijúki námi sínu á ekki skemmri tíma en tíu árum, og hvað er þá unnið með þessu dæmalausa prófi? Hverjum tilgangi þjónar það þá, að herða enn á kröfugerðinni ? Slíkt er engin lausn, - veitir kannski einhvern gálgafrest, Nær væri að grafast fyrir um orsakir þessarar miklu aðsóknar og athuga í ljósi slíkrar rannsóknar, hvort ekki mætti ráða einhverja haldgóða bót á hinu slæma ástandi. Mörg-um þykir líklegt, að lausnin felist í sköpun fjölbreyttari möguleika til náttúrufræðináms við H.I. en nú eru fyrir hendi. í menntaskólum hefur þróunin gengið í þá átt að glæða sem mest áhuga manna á þessum fræðum. Er því ekki undur, þótt menn leiti þess innan læknisfræði, sem ekki er útlit til að finnist innan guðfræði, lögfræði eða annars þess, sem háskólinn hefur upp á að bjóða. Við þetta bætist, að mikil óáran hefur ríkt innan tann- læknanáms og í lyfjafræði lyfsala undanfarin ár, svo heita hefur mátt óhugsandi að hefja nám í þeim greinum. Ástæða er þó til að binda talsverðar vonir við áform þau, sem nú eru uppi um aukningu á nátt- úruf ræðikennslu. Þegar svo er komið, að menn hafa um eitthvað fleira að velja líffræðilegs eðlis en læknisfræði, er þess að vænta, að umsátrinu um læknadeildina létti. Má þá vera, að forráðamenn deildarinnar fái ráð- rúm til að huga að framförum innan deildarinnar og jafnvel tækifæri til að létta stúdentum lífið eitthvað í stað þess að eyða kröftum sín- um í að hugsa upp ný og ný ráð til að fæla þá frá námi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.