Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1968, Side 19

Læknaneminn - 01.12.1968, Side 19
LÆKNANEMINN 19 Group of Hospitals" og fann af 80.000 nýjum sjúklingum 37 til- felli af Sudecks atropiu á hendi, eða m. ö. o. 1 tilfelli af hverjum rúmlega 2000, og var það miklu hærri tala en gert hafði verið ráð fyrir þar í landi. Um það bil % tilfella komu fyrir hjá konum. Langflest komu fyrir hjá fullorðn- um, oftast eftir þrítugt (meðal- aldur var 1 handarmateriali Plews’ 58 ár). Þessi háa tíðni hjá konum er vitanlega vegna miklu hærri tíðni Colles brota hjá þeim, enda eru carpal áverkar, svo og áverkar um ökla þeir, sem Sudecks atrop- hia fylgir oftast. Aðrir liðir eru þó hvergi ónæmir, því Sudecks atrophiu hefur verið lýst bæði í olnbogaliðum, axlarliðum og hné- liðum auk handar- og fótliðanna og þá eftir áverka, sem áður er lýst. Venjulega koma fyrstu einkenni fram 6—10 vikum eftir hinn upp- haflega áverka, eða m.ö.o. í flest- um tilfellum um það leyti, sem þeir, sem hafa verið í gipsi, eiga að fara að losna úr því. Röntgenolog- iskar breytingar í beinum, sem eru hið karakteristiska í syndrominu, koma fram sýnu seinna en klink- isku mjúkpartaeinkennin, og er það vissulega bagalegt, sérstak- lega m. t. t. meðferðarinnar, því að árang-ursvonir við auðveldustu meðferðina, þ. e. conservativ meðferðina, eru mjög svo undir því komnar, að maður geri sér ljóst, hvað er á seyði, og hefji hana helzt ekki seinna en 6 vikum eftir áverkann. Etiologia. Eins og áður hefur verið minnzt á, hafa ýmsir reynt að útskýra, hvað raunverulega sé það, sem or- saki svo vel defineraða og skýra sjúkdómsmynd eftir áverka. Það hefur einnig þótt einkennilegt, að oft koma fram mikil einkenni um Sudecks syndrom eftir mjög litla og óverulega áverka; svo oft, að ýmsir telja það regluna frekar en undantekninguna. Fransmaðurinn Leriche hélt fram, að frumorsökin væri hyper- aemia vegna lokal autonom axon- reflexa, sem á stað væri komið af áverkanum. Sem sagt hin óhjá- kvæmilega afleiðing hvers áverka, — og meira að segja sá þáttur, sem kemur „healing machanism- anum“ af stað. Hvers vegna hún verður svo langdregin og henni fylgir svo óskaplegur sársauki, lætur hann ósvarað. Önnur kenning er sú, að stöðug histaminliberation frá áverkan- um sé orsökin. Middleton og Bruce bentu á, að eftir sympathetiska denervation fengist strax bót á sársaukanum og hreyfingarnar bötnuðu, meðan osteoporosan héldist óbreytt. Þeir stungu þess vegna upp á, að áverk- inn kæmi af stað permanent reflex: þannig að í fyrsta lagi væru það afferent fibrur í sympathetiska kerfinu, sem sár- saukann flyttu og í öðru lagi efferent sympath. reflectoriskur impuls, sem ylli svo aftur vaso- dilatationinni, og hún ylli svo aft- ur osteoporosis. Þannig myndað- ist svo vítahringur: hyperaemia orsakaði sársauka og sársaukinn héldi reflectoriskt við hypera- emiunni o. s. frv. Watson-Jones, hinn mikli meist- ari, minnist með hógværð á til- gátu Middleton’s og Bruce’s, sem hann kallar innan gæsalappa „reflex neurovascular dysorder“, en heldur hinsvegar fram, að á hinni svonefndu Sudecks osteo- porosis og venjulegri disuse osteo- porosis sé aðeins stigmunur;

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.