Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1968, Qupperneq 20

Læknaneminn - 01.12.1968, Qupperneq 20
20 LÆKNANEMINN þannig að Sudecks osteoporosis sé raunverulega mjög ýkt disuse atrophia. Hann segir ennfremur m. a.: „If patient is once allowed to develop stiffness of the fingers, there is every likelihood that stiffness will be progressive. The more painful the movement, the less the patient is inclined to exercise — and if he is left to his own devices the more certain it is that stiffness will increase with the usual sequelae of pain, porosis of bone, glossiness of skin and spindling of the fingers," og hann bætir við svo réttilega á sinn sér- kennilega hátt: „Many cases of neglected treatment have been explained away by the convenient diagnosis of Sudecks atrophy.“ En Watson-Jones bendir á þann möguleika, að stress áhrifin, ACTH og aukin secretion á corti- costeroidum, sé hin raunverulega orsök fyrir osteoporosunni, sem einnig sé aukið á af hyperaemi- unni, — allt hitt sé æfingarskort- ur, — leti og vanræksla af hálfu læknis og sjúklings. Klinik. Einkennin, sem Sudecks syndr- omið samstafar af, eru ákaflega athyglisverð og sérkennandi, og skulum við líta nokkuð á þau. 1. Verkur er fyrsta og constant einkenni. Hann er mismunandi mikill og, eins og við höfum lítil- lega minnzt á, er hann í algjöru ósamræmi við mikilleik áverkans. Verkirnir eru brennandi sárir og margir sjúklingar lýsa þeim sem djúpum eða djúpliggjandi. Immo- bilization og/eða stuttbylgjur hafa engin bætandi áhrif á þessa verki. Við passivar hreyfingar, svo ekki séu nefndar forceraðar hreyfing- ar, aukast verkirnir til mikilla muna og sjúklingarnir hreint og beint engjast sundur og saman af kvölum. 2. Dysfunction bæði í formi hreyfingarhindrana og minnkaðra krafta. Oft eru kraftarnir minnk- aðir um meira en 10—20% af því eðlilega. Stirðleiki, sem er senni- legast protectivir spasmar, og hreyfingarhindranir sjást á öllum stigum, en eru langoftast miklar og ekki ósjaldan algerar, þá er hendinni eða fætinum haldið fast immobile með fingur í semiflex- ion í M.P.- og I.P.-liðum. Það er áberandi capsuluþykkni og seinna sjást oft contracturur í ligament- um, kalkanir í kapsulum og stundum erosionir á brjóskflötum. 3. Hyperaemia með fyrirferðar- aukningu verður alláberandi og rúmmál handarinnar (eða fótar- ins) eykst allverulega. Þegar rúmmálið hefur aukizt um svo sem 100 ml, er hægt að sýna fram á ,,pitting-on-pressure“ einkennið, en er oedemið hefur runnið af finnst greinilega fyrir kapsulu- þykkninu og hin almenna mjúk- partaþykknum er bæði þreifanleg og sýnileg. Rúmmál handarinnar (mælt með „displacement“ mæl- ingu,) eykst ósjaldan um 20%. Plethysmographiskar mælingar hafa sýnt að meðaltali 30% aukn- ingu á blóðstreymi. 4. Húðin er rauð, heit og rök fyrst í stað, en verður seinna köld og þurr og með cyanotiskum blæ. Húðin er ennfremur glansandi og strekkt og í fyrstu oft þakin súrlyktandi svita. Langes línurnar mást af og títt er að þær komi ekki aftur. 5. Fingur verða spólulaga og á nöglunum má sjá nokkuð sérkenni- legar þverstæðar hrukkur eða fell- ingar. 6. Röntgenmyndin verður samt það, sem er talið hið sérkennandi,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.