Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1968, Qupperneq 21

Læknaneminn - 01.12.1968, Qupperneq 21
LÆKNANEMINN 21 enda þótt blettótta úrkölkunin í endum beina, einkum phalanges, metacarpal og metatarsal beina, komi ekki fram fyrr en a. m. k. 6—8 vikum frá áverka. Oft er það svo, að kinisku byrjunareinkenn- in eru horfin, þegar hinar ein- kennandi rtg. breytingar koma fram. Þess vegna er hætta á að oft sjáist yfir greininguna. Þessi blettótta úrkölkun í enda bein- anna er talin sérkennandi fyrir Sudecks syndrome, og getur bor- ið mjög mikið á henni, þótt corpora haldi sér nokkuð vel. Hin venjulega „disuse atrophia" er jafnari um beinið, sem lítur út ekki ósvipað muldu gleri („ground glass appearance“), og það tekur einnig nokkuð lengri tíma fyrir hana að myndast. Algengustu breytingar eru sem áður í handa- og fótaliðum, en sömu breytingar koma fram í proximölu útlima- beinunum, þegar um er að ræða meir proximal liði. Því hefur að vísu verið haldið fram, að við velflesta áverka á t. d. carpus hjá fólki um fimmtugt, sæjust vægar Sudecks breytingar í beinum og jafnvel þar, sem ekki er um að ræða reglulegt Sudecks syndrom, en við það verða rönt- genologisku breytingarnar alltaf mjög greinilegar. Þrjátíu árum eftir að Sudeck lýsti þessum bein- breytingum, sem hann þá nefndi pathologiskar, skrifaði hann nýja grein, þar sem hann hélt fram að þessar sömu breytingar væru eðli- íeg, mismunandi stig á „inflamma- tion og repair“. Meðferð. Af meðferðum sem aðallega hef- ur verið beitt er að nefna eftir- farandi: 1. Conservativ. Plews mælti með hitaapplication, elevation og „graded function", þ. e. að auka activar æfingar smátt og smátt. Hann fann að heit vaxböð voru jafn árangursrík við verkjum og sympathetiskt block, — en samt notar hann stundum analgetica pn. Elevationin reyndist honum góð við að losna við bólguna og bjúginn. Plews segir að þessar smáauknu activu hreyfingar, ásamt hitaapplication og elevation losi sjúklingana við einkennin á um 6 vikum, en hann leggur áherzlu á, að til þess þurfi að byrja meðferð snemma, jafnvel áður en rtg. breytingar koma fram. Watson-Jones virðist komast að líkri niðurstöðu, nema hvað hann ráðleggur immobilization með fingur- eða táæfingum í fyrstu og síðan rigid activar æfingar, en hann varar stórlega við passivum æfingum, vegna þess að sársauk- inn, sem þær valda, geti bókstaf- lega brotið sálarþrek sjúklinganna á bak aftur á svipstundu. Hann vill leggja þá alla inn og gera æf- ingar á einnar klukkustundar fresti undir ströngu eftirliti physiotherapista. Samt leggur hann jafnvel mesta áherzlu á activar digital æfingar og frjáls- lega notkun gips og gipsspelkna allt frá hinum fyrsta áverka. 2. Sympathetisk denervation. Leriche hélt fram periarterial sympathetic stripping á aðalæðum útlimsins. Middleton og Bruce vildu ráðast betur á sympathetiska kerfið og mæltu með thoracal sympathectomiu, væri sjúkdóm- urinn á efri útlimum og lumbal sympathectomium á neðri útlim- um. Nú er slíkt aðeins gert í al- verstu tilfellum. 3. Lyf: Legio af lyfjum hefur verið reynd. Tetraethylbromid (sem sympathetiskur depressant) og cortison hafa verið revnd svo
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.