Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1968, Síða 22

Læknaneminn - 01.12.1968, Síða 22
22 LÆKNANEMINN eitthvað sé talið, en lítill sem eng- inn árangur hefur fengizt. 4. Orthopaedisk meðferð. Hana ber að varast á byrjunarstigi, eins og Watson-Jones leggur mikla áherzlu á, en seinna koma til greina manipulationir á liðum; það getur verið, að þær auki hreyf- inguna, sé þeim beitt á réttan hátt og á réttum tíma. 5. Phophylaxis. Enda þótt þetta sé hér síðast upptalið, hlýtur það þó að vera það, sem fyrst og fremst snýr að öllum læknum og eins og Watson-Jones benti réttilega á, hið þýðingarmesta. Mikilvæg er alúð í réttri meðferð allra áverka allt frá því fyrsta og skynsamleg notkun gips og annarra immobil- izationstækja og e. t. v. ekki síð- ur skynsamleg ásetning þessa, þannig að sjúklingarnir hafi tækifæri til að æfa og nota eins marga liði og tegund áverkans leyfir. En einmitt í þessu einfalda atriði er furðu oft syndgað. Endanleg útkoma þessa synd- roms er á ýmsan veg. Minni hátt- ar tilfelli ná sér oft að fullu með réttri meðferð. Oft sjást varan- legar hreyfingarhindranir og var- anleg osteoporosis og stundum rekst maður á varanlega anchyl- osis. Fyrir fætur er prognosan tal- in betri en hendur, þó sjást perm- anent spastiskir flatfætur. Til- hneigingu til þykknunar á palmar fasciunni og myndunar Dupuytr- ens contracturu hafa ýmsir talið talsvert aukna. # Bekkurinn átti að skrifa ritgerð og kennslukonan skýrði frá verkefn- inu: „Ritgerðin á að fjalla um efni, sem skipta miklu máli fyrir okkur: Trúarbrögð, konungsstjórn, kynferði og hulda leyndardóma." Fimm mínútum seinna rétti Lísa litla upp höndina og sagði: ,,Ég er búin.“ „En LÍ3a, það er ómögulegt, tíminn er rétt að byrja,“ sagði kennslu- konan. „Lof mér samt að sjá“. 1 stílabókinni stóð: „Guð almáttugur", sagði prinsessan. „Er ég nú orðin ólétt aftur? Hver getur átt það?“ # Jón var vanur að koma heim syngjandi fullur á hverju laugardags- kvöldi og frúin sömuleiðis vön að láta hann kenna ærlega á teppabank- aranum við þau tækifæri, en allt kom fyrir ekki. Þess vegna ákvað hún að reyna fleiri ráð. Næsta laugardagskvöld kom Jón heim útúr full- ur á rúlluskautum og konan tók á móti honum með kossum og faðm- lögum og dró hann með sér inn í stofu, þar sem nóg vín var á borð- um. Hún tyllti sér á sófann í sínum flegnasta kjól og kurraði: „Viltu ekki fá þér sæti hjá mér, elskan mín?“ „Jú, takk“ umlaði Jón og horfði undrandi í kringum sig. „Það get ég vel. Ég fæ hvort eð er ekkert nema barsmíð, ef ég fer heim til kerlingarinnar." # Tveir vistmenn sátu framan við elliheimili á heitum sumardegi og ræddu um ungu stúlkurnar, sem gengu fram hjá í stuttbuxum. „Nei,“ andvarpaði annar. „Öðruvísi var það, þegar við vorum ungir. Þá lét kvenfólkið sér þó sæma að ganga í piisi jafnt sumar sem vetur." „Já,“ svaraði hinn. „Og ekki bara einu pilsi, nei, það var eins og að fletta heildarútgáfu Dostojevskis.“

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.