Læknaneminn - 01.12.1968, Side 28
28
LÆKNANEMINN
A. Mengun af náttúrunnar
völdum:
1. Hafúði
2. Jarðefnaryk
3. Gosgufur
4. Skógareldareykur
5. Loftsteinaryk
B. Mengun af manna völdum:
1. IbúðarMsareykur
2. Verksmiðjureykur
3. Úrgangsefni efnaiðnaðar
4. Útblástursloft farartækja
5. Geislavirkt ryk.
Áður en rætt verður um ein-
staka undirflokka, má skjóta því
hér inn í, að álitið er, að í Banda-
ríkjunum setjist á að gizka 43 milj.
smálesta af ryki árlega. Af þessu
mikla magni eru um 31 milj. smá-
lesta af náttúrunnar völdum (þar
af um 1 milj. smál. af frjódufti),
en afgangurinn, um 12 milj. smál.,
er af manna völdum. Hins vegar
er gert ráð fyrir því, að u.þ.b. 140
milj. smálesta af mengum af
manna völdiun berist þar út í and-
rúmsloftið árlega. Af þessum töl-
um sést, að sú mengun, sem mað-
urinn orsakar, er að minnstum
hluta (eða tæplega 10%) sýnileg.
Eins og fyrr var getið, hefur
mengun af völdum náttúrufyrir-
bæra langtum minni þýðingu frá
læknisfræðilegu sjónarmiði en sú
mengim, sem maðurinn orsakar.
Verður því stiklað á stóru um fyrri
flokkinn, en reynt að gera hinum
síðari nokkru nánari skil.
Hafúði. Saltagnir berast upp í
loftið úr sælöðri á bylgjukömbum
og flytjast síðan með loftstraum-
um um allar jarðir. Áætlað hefur
verið, að þannig berist árlega um
2000_ milj. smál. af salti upp í loft-
ið. Úðavatnið gufar fljótlega upp
og eftir verða í loftinu örlitlir salt-
kristallar, einkum: NaCl, CaCL,
KBr og MgCk. Hver saltögn veg-
ur eitthvað milli 10 '10 og 10 ~s g
og hefur geisla yfirleitt < 0,5 u.
Jarðefnaryk. Á lítt grónum
svæðum eða gróðurvana, þar sem
laus jarðlög eða ógróinn jarðveg-
ur eru við yfirborðið, ná vindar að
þyrla ryki og sandi hátt 1 loft upp.
Stundum flyzt þannig geysimagn
um óravegn. Öðru hvoru verður
mistrið svo mikið, að vart sést til
sólar. Hérlendis skeður þetta helzt
í þurrkatíð að sumarlagi eða í
langvarandi frosti á snjóléttum
vetrum. Bergmylsnan, sem flyzt
við vindrofið, hefur venjulega
losnað úr bergi við hitabrigða- og
frostveðrun eða sjávar-, ár- eða
jökulsvörfim.
Gosgufur. Loftkennd gosefni
eða gosgufur eru hluti af berg-
kvikunni og koma með henni úr
iðnun jarðar. Efnasamsetningin
er nokkuð breytileg í hinum ýmsu
gosum. Örðuglega hefur gengið að
safna ómeiiguðum gosgufum við
eldstöðvar, en þær brenna í vítis-
logunum, þegar þær koma út úr
útstreymisopunum og sameinast
súrefni loftsins. Eitt bezta sýnis-
horn, sem náðst hefur, var tekið
í Surtsey í okt. 1964, en í því voru
eftirtaldar gosguf ur: vatnsguf a
79,2%, koltvíoxíð 9,18%, brenni-
steinstvíoxíð 5,4%, vetni 4,56%,
saltsýra 0,8%, kolmónoxíð 0,68%
og köfnunarefni + argon 0,18%.
Auk þess eru ýmis flúorsambönd
í gosgufum. Gosmekkir eru venju-
lega gerðir úr gosgufmn, sem þétt-
ast, er þær koma í andrúmsloftið,
og mynda skýklakka yfir eldstöðv-
unum. Þessir mekkir ná oft upp
að veðrahvörfum, sem eru í um
10 km hæð. Einnig þyrlast gos-
aska upp í gosmekkinum og berst