Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1968, Qupperneq 28

Læknaneminn - 01.12.1968, Qupperneq 28
28 LÆKNANEMINN A. Mengun af náttúrunnar völdum: 1. Hafúði 2. Jarðefnaryk 3. Gosgufur 4. Skógareldareykur 5. Loftsteinaryk B. Mengun af manna völdum: 1. IbúðarMsareykur 2. Verksmiðjureykur 3. Úrgangsefni efnaiðnaðar 4. Útblástursloft farartækja 5. Geislavirkt ryk. Áður en rætt verður um ein- staka undirflokka, má skjóta því hér inn í, að álitið er, að í Banda- ríkjunum setjist á að gizka 43 milj. smálesta af ryki árlega. Af þessu mikla magni eru um 31 milj. smá- lesta af náttúrunnar völdum (þar af um 1 milj. smál. af frjódufti), en afgangurinn, um 12 milj. smál., er af manna völdum. Hins vegar er gert ráð fyrir því, að u.þ.b. 140 milj. smálesta af mengum af manna völdiun berist þar út í and- rúmsloftið árlega. Af þessum töl- um sést, að sú mengun, sem mað- urinn orsakar, er að minnstum hluta (eða tæplega 10%) sýnileg. Eins og fyrr var getið, hefur mengun af völdum náttúrufyrir- bæra langtum minni þýðingu frá læknisfræðilegu sjónarmiði en sú mengim, sem maðurinn orsakar. Verður því stiklað á stóru um fyrri flokkinn, en reynt að gera hinum síðari nokkru nánari skil. Hafúði. Saltagnir berast upp í loftið úr sælöðri á bylgjukömbum og flytjast síðan með loftstraum- um um allar jarðir. Áætlað hefur verið, að þannig berist árlega um 2000_ milj. smál. af salti upp í loft- ið. Úðavatnið gufar fljótlega upp og eftir verða í loftinu örlitlir salt- kristallar, einkum: NaCl, CaCL, KBr og MgCk. Hver saltögn veg- ur eitthvað milli 10 '10 og 10 ~s g og hefur geisla yfirleitt < 0,5 u. Jarðefnaryk. Á lítt grónum svæðum eða gróðurvana, þar sem laus jarðlög eða ógróinn jarðveg- ur eru við yfirborðið, ná vindar að þyrla ryki og sandi hátt 1 loft upp. Stundum flyzt þannig geysimagn um óravegn. Öðru hvoru verður mistrið svo mikið, að vart sést til sólar. Hérlendis skeður þetta helzt í þurrkatíð að sumarlagi eða í langvarandi frosti á snjóléttum vetrum. Bergmylsnan, sem flyzt við vindrofið, hefur venjulega losnað úr bergi við hitabrigða- og frostveðrun eða sjávar-, ár- eða jökulsvörfim. Gosgufur. Loftkennd gosefni eða gosgufur eru hluti af berg- kvikunni og koma með henni úr iðnun jarðar. Efnasamsetningin er nokkuð breytileg í hinum ýmsu gosum. Örðuglega hefur gengið að safna ómeiiguðum gosgufum við eldstöðvar, en þær brenna í vítis- logunum, þegar þær koma út úr útstreymisopunum og sameinast súrefni loftsins. Eitt bezta sýnis- horn, sem náðst hefur, var tekið í Surtsey í okt. 1964, en í því voru eftirtaldar gosguf ur: vatnsguf a 79,2%, koltvíoxíð 9,18%, brenni- steinstvíoxíð 5,4%, vetni 4,56%, saltsýra 0,8%, kolmónoxíð 0,68% og köfnunarefni + argon 0,18%. Auk þess eru ýmis flúorsambönd í gosgufum. Gosmekkir eru venju- lega gerðir úr gosgufmn, sem þétt- ast, er þær koma í andrúmsloftið, og mynda skýklakka yfir eldstöðv- unum. Þessir mekkir ná oft upp að veðrahvörfum, sem eru í um 10 km hæð. Einnig þyrlast gos- aska upp í gosmekkinum og berst
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.