Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1968, Qupperneq 33

Læknaneminn - 01.12.1968, Qupperneq 33
LÆKNANEMINN 33 inu langt fram yfir þann tíma, sem Stokes jafnan getur tilefni til að reikna með. Af þessum ástæðum taka ýmsir þá afstöðu, að skil- greina agnir > 10 li í þvennál sem setjanlegt ryk. Þokumóða væri hversdags fyrir- bæri alls staðar, þar sem þéttbýlt er, ef ekki væru vindar til að dreifa mengunum. Vindarnir hafa tilhneigingu til að rísa til hærri loftlaga, sem eru kaldari en hin neðri. Enda er reyndin sú, að still- um á vetrum fylgir venjulega meiri eða minni reykþoka eða mistur. Ástæðan er fyrst og fremst sú, að á köldum, heiðum nóttum er hætta á því, að innrauð geislun frá jörðinni hiti efri lög andrúms- loftsins það mikið, að það verði svokölluð „viðsnúning hitastigs“ (temperature inversion), þ.e.a.s. hitastigsaukning með hækkun. Þannig myndast eins konar hvolf af vörmu lofti, svo uppstreymis menganna gætir lítt. Þeir halda sig því nærri jörðinni, og ef þoka er einnig til staðar fæst „smog“, eins konar aerosol eða míkrómist- ur, sem er líklegt til að komast langt niður í píplutré lungna. Slík fyrirbæri eiga sér stað í borgum eins og London og Pittsburgh, sem eru miklir hákar á fast og fljótandi eldsneyti. Brennisteins- tvíoxíð (breytist að hluta í H2SO,t) berst þá óhjákvæmilega upp í loft- ið, svo úr verður „súrt smog“. Þetta skeður helzt á þokusömum vetrardögum. Þegar borgir búa við mikla sól, geta fótókemískar efnabreytingar átt sér stað, svo hinir upprunalegu mengar breytast. Helzta dæmið um þetta er Los Angeles, þar sem köfnimarefnisoxíð og karbónýl- sambönd frá brennslu á olíu lenda í efnaferlum fyrir áhrif sólargeisl- unar. Samböndin, sem myndast, eru í ætt við peracetylnítrít (mynd 2). mynd 2 H3C-C-OONO II o Peracetylnítrít. Einnig myndast ózon. Loftið fær þannig bæði ertandi og ildandi eig- inleika. Þetta er oft kallað „ildandi smog“, enda þótt þá sé ranglega farið með hugtakið smog (sbr. áð- ursagt). IV. HEILSUSPILLING. Öllum er ljóst, að andrúmsloftið, sem við hrærumst í, er eitt af frumskilyrðunum fyrir tilveru okkar. Án þess getur maðurinn ekki vænzt að lifa öllu lengur en í fimm mínútur. Á hverjum degi andar hann að sér á að gizka 10- 15 þúsund lítrum af lofti. Allar agnir í loftinu, sem ekki eru stöðv- aðar af hinum lífeðlisfræðilegu vörnum efri öndunarvega, geta borizt inn í loftskiptahólf lungna. Talið er, að dropar > 15 u í þver- mál stöðvist í efri öndunarvegum. Ef nú sum þessara efna eru til staðar í loftinu í nægjanlega mikl- um styrkleika, geta þau á lengri eða skemmri tíma orsakað stað- legar skemmdir í öndunarvegum og jafnvel borizt inn í blóðleið og þá valdið tjóni á frumum, bygg- ingu eða starfsemi þeirra. Próf. Truhaut í París flokkar þær hættur, sem heilsu okkar get- ur stafað af mengun andrúmslofts af manna völdum, í þrennt: bráð eitrun, síðkomin eitrun og myndun illkynja æxla. Þeirri skiptingu er í meginatriðum fylgt hér. Verður hér nokkuð rætt um hvern flokk fyrir sig.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.