Læknaneminn - 01.12.1968, Side 37
LÆKNANEMINN
S 7
b) þar sem nota þarf eldsneyti til
upphitunar, verði reynt að
koma á fót upphitunarmiðstöð
fyrir tiltekið svæði;
2) aðgerðir til að minnka magn
myndaðra menga:
a) settar verði lágmarkskröfur til
eldsneytis, sérstaklega m.t.t.
brennisteinsinnihalds;
b) hvar sem brennsla fer fram,
verði reynt að hafa hana sem
fullkomnasta;
c) reynt verði að hreinsa sem
mest reyk úr reykháfum bygg-
inga og útblástursrörum öku-
tækja, áður en hann berst út í
andrúmsloftið, með þar til
gerðum tækjum;
3) almenn fræðsla.
VI. LOKAOKÐ.
1 upphafi þessara lokaorða dreg
ég saman það helzta, sem um var
rætt í þessari grein: 1) nefnt var,
að mengun andrámslofts fer nú
vaxandi og hverjar eru helztu or-
sakir, 2) hugtökin mengun and-
rúmsloftsins, mengir og mengun-
arvaldur voru skilgreind, 3) nefnd-
ir voru helztu flokkar mengunar-
valda og þeim skipt í tvo höfuð-
flokka eftir því, hvort þeir eru af
völdum manna eða náttúrufyrir-
bæra, 4) undir veðurfræðilegum
atriðum var rætt um þéttikjarna,
fallhraða dustagna og ,,smog“, 5)
rætt var um heilsuspillandi áhrif
mengunar og hættum af hennar
völdum skipt í þrennt, 6) tekið
var fram, að sú mengun, sem mað-
urinn orskar, hefur langtum meiri
eiturefnafræðilega þýðingu, 7)
minnzt var örlítið á eftirlit og
hugsanlegar varúðarráðstafanir
gegn mikilli mengun.
Hvemig standa svo málin hér á
landi? Síðustu árin hefur bifreið-
um fjölgað hér mikið, en, enn sem
komið er, er hér lítið um meng-
andi iðnað. Jarðhiti er nýttur til
upphitunar húsa í Reykjavík,
Sauðárkróki, Ólafsfirði, Seifossi,
Hveragerði og auk þess víða í
strjálbýli. Annars er víðast notuð
olíukynding. Mengun lofts hér á
Reykjavíkursvæðinu er því líkleg-
ast, eins og sakir standa, að lang-
mestu leyti frá útblásturslofti öku-
tækja. Það má áætla lauslega,
hversu mikið magn berst þannig
daglega út í andrúmsloftið. Áður
var nefnt, að bílaf jöldi í Los Ange-
les 1960 hefði verið um 3.5 millj.
Segjum, að bílafjöldi hér í Reykja-
túk sé nú á að gizka 18.000, þ.e.
um það bil y2()0 hluti af bílafjöld-
anum í Los Angeles. Gerum svo
ráð fyrir því, að hér sé hvert öku-
tæki að jafnaði mun minna notað
en þar. Lítum svo aftur á töflu 3
(frá 1960), seinni helminginn. Þá
getum við fengið hámarksstærðar-
gráður í smálestum af því menga-
magni, sem best hér daglega út í
andrúmsloftið: kolvatnsefni 4.5,
köfnunarefnisoxíð 2,1, kolmónoxíð
22, brennisteinstríoxíð 0,25.
Mér er ekki kunnugt um, að
gerðar hafi verið reglulegar at-
huganir hérlendis á mengun and-
rúmslofts, en full ástæða er til að
ætla, að um litla mengun sé að
ræða, bæði vegna þess, að tiltölu-
lega lítið af mengandi efnum berst
hér út í andrúmsloftið. og vegna
hins, að veðurfari er hér þannig
háttað, að lítil kyrrstaða er á loft-
inu. Það er því ekki ástæða til að
ætla, að mengun andrúmslofts eigi
nokkurn umtalsverðan þátt í aukn-
ingu lungakrabbameins hérlendis.
1 mörgum stórborgum erlendis
er mengun andrúmslofts orðin mik-
ið vandamál. Mikil mengun sam-