Læknaneminn - 01.12.1968, Qupperneq 41
LÆKNANEMINN
U
tönnina, sem taka skal, sé sem
bezt. Tannlæknir stendur alla
jafna fyrir framan sjúklinginn við
allar aðgerðir á tönnum, hvar sem
er í munni nema hægra megin í
neðrí gómi. Þar hentar bezt að
standa að nokkru hægra megin við
sjúklinginn, leggja vinstri hand-
legg aftur fyrir hnakka hans og
fram með höfðinu vinstra megin
og nota fingur vinstri handar til
að grípa um góminn neðan tang-
artaksins og fylgjast þannig með
viðnámi beinsins og losun tann-
anna. Það er góður siður, hvernig
sem staðið er að sjúklingnum, að
halda ætíð með vísifingri og þum-
alfingri vinstri handar um góminn
neðan tangartaksins.
Þegar búið er að grípa um
tönnina, er næsti þáttur að ná
henni á sem auðveldastan og
öruggastan hátt upp úr tannbeðn-
um og til þess þarf tvenns konar
átak. Annars vegar svo fast grip
um handfangið, að töng og tönn
hreyfist sem eitt, og svo á hinn
bóginn ýmis konar átök, sem smátt
og smátt losa tönnina í tannbeðn-
um með því að slíta í sundur
þræði þá, er tengja hana við bein.
Jafnframt á með þessum sömu
átökum að víkka nokkuð bein-
tannbeðinn sjálfan, því rætur
sumra tanna eru þannig í laginu,
að hugsi maður sér rótabrodd-
ana tengda saman með línu, er
ummál þessarar línu meira en
ummál tannbeðsins við brún
beinsins, þar sem það lykur um
tannhálsinn.
Þess ber þó ávallt að gæta, að
miða átak tangarinnar um tann-
hálsinn — svo og þann kraft,
sem beitt er til að losa um tönn-
ina — við áætlaðan styrk tann-
hálsins. Þessi atriði — að finna
rétt jafnvægi milli styrkleika og
átaka — eru talin vandasamasti
Tannútdráttur í neðri g'ómi,
hægra megin.
þátturinn í tannútdráttum og for-
senda þess, að tönnin náist óbrot-
in.
Því miður er það reynslan ein,
sem getur fært mönnum heim
sanninn um þessi atriði, en þeim
mun viðaminni sem tannhálsinn
virðist, þeim mun vægara verður
átakið að vera og að sama skapi
minni og hægari hreyfingar við
losun tannarinnar.
Af því, sem þegar hefur verið
greint, má ráða, að skipta má
tanntökunni í tvo meginþætti og
varðar miklu, að hvor um sig sé
rétt unninn. Fyrri þátturinn fjall-
ar um, á hvern hátt leggja beri
töngina á tönnina, hinn síðari um,
á hvern hátt hreyfa skuli töng og
tönn til að losa svo um tönnina, að
lyfta megi henni með sem minnstu
átaki upp úr tannbeðnum. Telja
má þrjú atriði, sem hafa ber í
huga, þegar töng er lögð á tönn.
í fyrsta lagi, að gæta þess, að sá