Læknaneminn - 01.12.1968, Síða 43
LÆKNANEMINN
43
aðstæður. Eiginlega er þó notkun
þeirra aðeins með tvennum hætti.
Annaðhvort er þeim skotið inn á
milli rótar og tannbeins og þeir
notaðir sem fleygar — þá eru þeir
með svo þunnu blaði, að hægt á að
vera að þrýsta þeim sitt á hvað
meðfram rótinni og losa hana
þannig upp úr beðnum -— eða þá
að lyftararnir eru líkastir sterk-
byggðum vogarstöngum, sem oft
með ærnu átaki — og með því að
nota kjálkabeinsbrúnina sem vog-
arás — spenna rótina upp úr
beðnum. Þessir lyftarar eru með
hvössum oddi, sem stingast á svo
djúpt í rótina, að hægt sé að vega
hana upp á þeirri festingu. Þeir
eru einkar hentugir, ef hægt er að
stinga hvössum oddinum niður í
tóman tannbeð, er liggur næst
brotinu. Milligerð rótanna er síð-
an spænd upp af hvössum oddi
lyftarans, þar til hann nær taki á
rótinni sjálfri. Oft er þörf ærinna
átaka við þessar aðgerðir og því
meiri kröftum, sem beitt er við
aðgerðina, því meiri hætta er á
verkjum og blæðingueftirá.Hvim-
leið eftirköst eftir tannútdrátt,
svo sem verkir, blæðingar, bólgur
og fleira, stundum með hita upp
undir 38 stig, eru alltíð. Það jafn-
vel þótt — að því er manni virð-
ist — útdrátturinn hafi verið
ósköp meinleysislegur. Stundum
verður sjúklingurinn jafnvel fár-
veikur með allt upp undir 40 stiga
hita, án þess að maður hafi gert
sér grein fyrir, að slíks væri að
vænta. Ekki eru þetta þó talin
hættuleg fyrirbæri nú á dögum og
mun vart þörf að segja læknanem-
um, hvernig við skuli bregðast.
Læt ég svo hér staðar numið og
óska að lokum Læknanemanum
giftu og gengis.
Notkun vogarstangarlyftara.