Læknaneminn - 01.12.1968, Síða 45
LÆKNANEMINN
voru í fæðingu við óm frá söng og píanóleik Fornixbúa. Enda þótt oft
sé glatt á hjalla í bústað læknanema, eru þeir áhugasamir í náminu.
Það var mér framandi að sjá, hversu mikið tillit var tekið til lækna-
nema, einnig hvemig skipulag allt miðaðist við kennsluna. Fyrirlestrar
voru á hverjum degi, svo og kennsla í smáhópum, þar sem fjórir eða
fimm nemendur fylgdu prófessor eftir á deildum, við uppskurði og á
polyklinik. Á polykiinik, þangað sem allir sjúklingar koma, bæði
ambulant og þeir, sem leggjast inn, fá læknanemar æfingu í að gera
gynecologiskar skoðanir og gera tillögur um rannsóknir og meðferð á
sjúklingum. Læknanemar bera ábyrgð á öllum eðlilegum fæðingum.
Hæfilegt þykir, að hver um sig taki á móti tuttugu börnum. Þeir skoða
konurnar við komu, skrá sjúkraskýrslu, fylgjast með gangi fæðingar,
taka á móti barninu og sauma episiotomiu, ef þess er þörf, undir eftir-
liti amanuens, sem svarar til kandidats hér. Þess er krafizt, að lækna-
nemar fylgist vel með afbrigðilegum tilfellum, svo sem keisaraskurð-
um, tvíburafæðingum, sitjandafæðingiun o.s.frv. Þeirri kröfu til trygg-
ingar skulu þeir merkja við jafnóðum á töflu þau tilfelli, sem þeir
hafa fylgzt með, og taflan kemst að lokum undir hendur prófessora.
Að prófum loknum á áðurgreindum kursus halda nemendur í skemmti-
ferð. Með styrkveitingu er þeim gert kleift að leigja sér flugvél. Venju-
lega er haldið til Hamborgar og skemmt sér í nokkra daga undir leið-
sögu prófessors Vara, sem átti miklum vinsældum að fagna meðal
nemenda.