Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1968, Qupperneq 49

Læknaneminn - 01.12.1968, Qupperneq 49
LÆKNANEMINN J,9 rannsóknum og í mörgum tilfell- um takmarkaða þekkingu á því sviði. Á undanförnum árum hafa þó orðið framfarir í þessmn efnum, sem einkum eru fólgnar í ákveðn- ari reglum og aukinni vandvirkni við sýnitökur, svo og meiri að- gæzlu við geymslu sýna og send- ingu frá tökustað til rannsókna- stofu. Einnig er hafin verksmiðju- framleiðsla á dauðhreinsuðum áhöldmn og ílátum til töku, geymslu og sendingar sýklasýna. Þá er miðað við, að hvert áhald og ílát sé notað einu sinni, en ekki tekið til þvotta, dauðhreinsunar og endurnotkunar á rannsókna- stofum eða sjúkrahúsum. Sýnum til sýklarannsókna má skipta í tvo aðalflokka: f fyrsta lagi þau, sem miða að því, að finna sýkil eða sýkla, sem sjúk- dómnum valda, og í öðru lagi þau, sem miða að því að finna slóð sýkilsins, þ. e. þær breytingar, sem hann hefur skilið eftir sig í líkamsvökvum eða vefjum. f fyrri flokknum eru sýni til smásjár- skoðunar, ræktunar og dýraprófa, en í síðari flokknum sýni til mót- efnamælinga. Við sýnitöku í fyrri flokknum ber fyrst og fremst að gæta eftir- talinna atriða: Sýni skal taka með dauðhreinsuðum áhöldum og flytja í dauðhreinsuðum ílátum. Sýni þarf að vera frá sýkingar- stað. Það má ekki mengast utan- aðkomandi sýklum við sýnitöku eða flutning til rannsóknastofu. Sýni má ekki mengast neinum efnum, sem drepið geta sýkla eða hindrað vöxt þeirra. Sýni til ræktunar þarf að haldast rakt og aðeins skammur tími má líða frá sýnitöku til rannsóknar. Þessi tími er þó mismunandi, í sumum tilfellum má hann aðeins vera nokkrar mínútur, en í öðrum til- vikum kemur ekki að sök, þótt sýni geymist nokkrar klukku- stundir eða daga. Þetta er háð tegund sýkla, geymsluskilyrðum, t. d. hita, raka, sýrustigi o. fl. Öll sýni þarf að merkja vel með einkennisstöfum eða nafni sjúkl- ings og nafni sendanda. Æskilegt er að nota nafnnúmer við slíkar merkingar. Einnig er rétt að skrá þann tíma, sem sýni var tekið og fylgja þeim leiðbeiningum um upp- lýsingar og merkingar, sem gefn- ar eru á fylgiseðlum fyrir sýkla- rannsóknir. Hreinlega og tryggi- lega þarf að ganga frá sýnum, þannig, að öruggt sé, að þau mengi ekki umhverfið og engin smit- hætta stafi af þeim við sendingu á rannsóknastofu og fyrstu höndl- un þar. Oft veltur á miklu, að sýni sé tekið á réttum tíma í sjúkdómn- um. Má þar nefna ,,enteritis“ og ,,sepsis“. Einnig getur haft þýð- ingu, á hvaða tíma dags sýni er tekið (hálsstrok, hráki, þvag). Þá er nauðsynlegt, að sýni sé nægi- legt að magni fyrir þær rannsókn- ir, sem gera þarf. Nauðsynlegt er, að rannsóknastofan fái nokkrar ,,klin?skar“ upplýsingar til þess að velja viðeigandi sýklaæti og beina rannsóknum strax inn á þær brautir, sem líklegastar eru til árangurs. Sýnitökuáhöld og ílát fyrir sýni. Eins og áður segir, verða áhöld og ílát fyrir sýklasýni að vera dauðhreinsuð og þannig frá þeim gengið, að sýni mengist ekki af utanaðkomandi bakteríum, né heldur að það geti sýkt umhverfið. Til þess að svo megi vera þurfa ílát að vera úr traustu efni, vatnsheld og tryggilega lokuð, en
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.