Læknaneminn - 01.12.1968, Side 51
LÆKNANEMINN
51
monocytogenis, herellea-tegundir,
streptobacillus moniliformis, bru-
cella, candida albicans og aðrar
tegundir sveppa,
Blóðræktun bera að gera, þeg-
ar sjúkdómsmynd gefur grun um
sepsis, endocarditis lenta, sal-
monellosis með almennum ein-
kennum og yfirleitt má segja, að
hiti af óþekktum orsökum, sem
staðið hefur lengur en 7 daga, gefi
tilefni til blóðræktunar. Við óvænt
„postoperativt shock“ eða hita,
eftir vissar aðgerðir, eins og t. d.
catheterisation eða cystoscopi,
getur blóðræktun verið jákvæð.
Þegar sveiflur eru í sjúkdómn-
um, er ráðlegt að gera blóðrækt-
un um það leyti, sem sjúklingi er
að versna. Þegar hitabreytingar
eru reglulegar, er heppilegast að
taka blóðræktun rétt áður en bú-
ast má við hitahækkun. Þegar
engar slíkar sveiflur eru, en
sterkur grunur leikur á, að um
„bakteræmi" sé að ræða, er ráð-
legt að gera blóðræktanir á
tveggja tíma fresti í einn sólar-
hring. Þetta á einkum við um
subacut bacterial endocarditis.
Við ræktun sumra sjaldgæfra
sýkla úr blóði þarf að nota sér-
sitakar aðferðir, og þegar sjúkl-
ingur hefur fengið fúkalyf, er
auðsynlegt, að upplýsingar fvlgi
um slíka lyfjanotkun. Náið sam-
starf rannsóknastofu og sjúkra-
húslækna þarf til þess að blóð-
ræktanir komi að fullum notum.
Sýnitaka úr koki.
Sýkalsýni úr koki er heppileg-
ast að taka með ,,dacron“ eða
„calcium alginate“ útstrokspinna
og æskilegt er að væta hann í ster-
ilu broði, áður en sýni er tekið.
Strokið er yfir báðar tonsillur og
afturvegg pharynx og einnig
önnur svæði í koki, ef sýnileg
merki eru þar um sjúklegar
breytingar. Varast ber að snerta
með pinnanum aðra staði í munni
sjúklings. TJtstrokspinna er síðan
stungið í glas með ræktunaræti,
skáagar eða sérstökum geymslu-
vökva. Pinninn er brotinn við stút
glassins og því lokað með skrúf-
tappa. Hlutverk ætisins eða
geymsluvökvans er að hindra, að
sýnið þorni. en það er skaðlegt
fyrir sýkla. Við ræktanir frá
nasopharynx er heppilegt að
nota ,,dacron“ eða „calcium
alginate“ útstrokspinna, gerða úr
álvír, sem hægt er að sveigja eft-
ir vild, áður en umbúðir pinnans
eru opnaðar. Ræktanir frá hálsi
ætti a ð taka strax að morgni, áður
en sjúklingur burstar tennur eða
neytir nokkurs matar. Hálsrækt-
anir ætti aldrei að taka fyrr en 4
klst,. frá því að matar var síðast
neytt.
Af þeim sýklum, sem gera má
ráð fyrir, að fundizt geti í hálsi,
hafa þessir mesta, almenna þýð-
ingu: Strept. hæmolyticus, h. in-
fluenzae, strept. pneumoniae,
bordetella pertussis, neisseria
meningitidis, staph. aureus, cand-
ida albicans, corynebacterium
diphtheriae. Til eðlilegrar háls-
flóru teljast eftirfarandi tegundir:
Neisseria pharyngis, staph. albus
(coag. neg,), strept. viridans,
strept non-hæmolyticus, diphther-
oid bacilli. Sumar af þessum bakt-
eríum geta haft þýðingu í sam-
bandi við blandaðar sýkingar eða
hjá sjúklingum með litla mótstöðu.
Þá getur fundizt í koki svokölluð
óeðlileg blönduð flóra, en það eru
coliform bakteríur, subtilis, ger-
sveppir, proteus, pyocyaneus o. fl.
Sýnitaka úr hráka.
Þegar taka skal hrákasýni, er
heppilegast að nota plastílát með