Læknaneminn - 01.12.1968, Síða 52
52
LÆKNANEMINN
víðum stút, sem hægt er að loka
tryggilega, eða glerílát með
skrúfuðum tappa. Heppilegt er að
taka þann hráka, sem kemur fyrst
að morgni með hósta, og gildir
þetta jafnt, hvort sem sýni er
tekið til berklarannsókna eða fyr-
ir almenna ræktun. Sýni fyrir al-
menna ræktun þurfa að berast
strax til rannsóknar. Hinsvegar
þola sýni, sem eiga að fara í
berklaræktun, nokkurra daga
sendingartíma, einkum ef hitastig
er lágt.
Ræktanir úr hráka hafa einkum
þýðingu við leit að M. tubercu-
losis.
Við almenna ræktun frá hráka
eru eftirtaldir sýklar þýðingar-
mestir: Strept. pneumoniae, strept.
hœmólyticus, h. influenzae og
staph. aureus. (coag. pos.).
Einnig klebsiella pneumoniae og
stundum b. coli, proteus, pseu-
domonas pyocyanea, auk sveppa,
mycoplasma pneumoniae og ann-
arra sjaldgæfra sýkla.
Ræktanir frá masopharynx eru
einkum gerðar til þess að leita að
bordetella pertussis, neisseria
meningitidis og hæmophilus in-
fluenzae.
Sýnitaka úr saur.
Sýklarannsóknir á saur-sýnum
eru notaðar til þess að greina iðra-
kvef og leita að smitberum. Þeir
sýklar, sem einkum er leitað að,
eru salmonella, enteropathogen
b. coli, shigella og staph. aureus
(coag. pos.), en stöku sinnum aðr-
ar tegundir sýkla. Heppilegast er
að taka sýni í plastílát með skrúf-
uðu loki, þar sem skeið er áföst
við lokið. Þegar leita skal að
shigella, þarf að senda sýni mjög
fljótt til rannsóknar eða nota
,,buffer“-upplausn til þess að
hindra, að sýrustig breytist vegna
gerjunar, en sýklar þessir eru mjög
næmir fyrir sýrumyndun. Mikils
er um vert, að sýni séu tekin strax
í byrjun sjúkdóms, áður en sjúkl-
ingar hafa fengið antibiotica.
Stundum eru tekin útstrokssýni
frá rectum við greiningu sýkla-
og snýklasjúkdóma.
Sýni úr greftri.
Sýni af greftri úr sárum má
taka með svipuðum hætti og áður
var lýst um hálsstrok, en einnig
má taka gröft í sprautu með
grófri holnál, ef um er að ræða
ígerð með mikilli graftarmyndun,
og senda gröft í sterilu glasi eða
plastíláti.
Sýklar, sem einkum má vænta
að finnist í greftri, eru Staph.
aureus (coag. pos.), strept. hæmo-
lyticus, strept pneumoniae, b.
coli, strept. non-hæmolyticus,
neisseria gonorrhoea, pseudom-
onas pyocyanea, clostridia-teg-
undir, bacillus anthracis, m.
tuberculosis, candida albicans og
hæmophilus. Að undanteknum
neisseria gonorrhoea eru sýklar,
sem helzt finnast í greftri, ekki
sérlega viðkvæmir fyrir geymslu
og þola því flest graftarsýni, önn-
ur en þau, sem ætluð eru til gono-
kokkaræktunar og h. influenzae-
ræktunar, sendingartíma, sem
skiptir klukkustundum eða jafnvel
dögum, ef hitastig er lágt. Um út-
strokssýni frá augum og eyrum
gilda sömu reglur og um útstroks-
sýni frá sárum.
Þvagsýni.
Sýklarannsókn úr þvagi er
meðal annars mikilvæg rann-
sókn við greiningu á einkenna-
lausum pyelonephritis á byrj-
unarstigi og hefur sérstöðu að
því leyti, að oft er þörf á slíkum