Læknaneminn - 01.12.1968, Page 53
LÆKNANEMINN
53
Sýnitökuáhölcl og ílát fyrir sýni.
1. Þvagilát, 2. hrákaílát, 3. saurílát, 4., 5., 6. áhöld og- ílát fyrir strok úr sárum,
koki o. fl.
rannsóknum án ákveðinna sjúk-
dómseinkenna. Hér gilda fleiri og
flóknari reglur um sýnitöku held-
ur en í flestum öðrum tilvikum,
og allt veltur á því, að undirbún-
ingur og sýnitaka sé rétt, að
geymsla sýnis og sending til rann-
sóknastofu sé gerð þannig, að
sýklafjöldi breytist ekki frá sýni-
töku til rannsóknar.
Við sýklarannsóknir á þvagi eru
tvenns konar sýni notuð, þ. e.
,,catheter-þvag“ og „miðbunu-
þvag“, og hefur sú síðarnefnda
nú að verulegu leyti leyst hina
fyrrnefndu aðferð af hólmi. Bygg-
ist þetta á því, að catheterisation
felur ætíð í sér nokkra sýkingar-
hættu, enda þótt fyllstu reglum
um sótthreinsun og hreinlæti sé
gætt. Þær bakteríur, sem menga
að jafnaði þvag heilbrigðra, eru
að verulegu leyti þær sömu og
sjúkdómum (pyelonephritum)
valda. En fjöldi sýkla ræður yfir-
leitt úrslitum, hvort um sýkingu
er að ræða eða ekki. Þess vegna
verður sýklarannsóknin að fela í
sér magnmælingu, þ. e. talningu
sýkla í þvagi, til þess að hún gefi
nauðsynlegar upplýsingar um heil-
brigðisástand sjúklingsins.
Reglur um undirbúning sýnitöku
fyrir sýklatanlingu og ræktun úr
þvagi, eru í meginatriðum þessar:
1) hreinlæti, fólgið í þvotti með
sápu og vatni, 2) að þvagið hafi
staðið ákveðinn tíma í blöðrunni
(söfnunartími), 3) að sjúklingur
hafi ekki neytt matar eða drykkjar
á söfnunartímanum og helzt ekki
drukkið mikið magn af vökva sól-
arhring áður en sýni er tekið, 4)
þvagsýni berist innan klukku-
stundar til rannsóknastofu frá því
það er tekið, eða að öðrum kosti
kælt strax í + 4° C.
Nánari skilgreining á þessum
atriðum verður svo sem hér segir:
a) Kvöldið áður en sýni er tekið