Læknaneminn - 01.12.1968, Page 57
LÆKNANEMINN
57
Kvikmyndaþáttur
1 heiminum eru til tvö meginsýningar-
kerfi kvikmynda. 1 fyrsta lagi almenn
kvikmyndahús, í öðru lagi kvikmynda-
klúbbar, sem gjarnan eru þá undirdeild-
ir kvikmyndasafna. Helzti munur á þess-
um tveimur kerfum er, að annað er
rekið með ágóðavon fyrir augum, hitt
eigi. Bæði kerfin sýna áhorfendum sín-
um það, sem þeir vilja helzt sjá, að
þessu leyti er munurinn enginn. Á Is-
landi er seinna kerfið nýtt af nálinni.
Menntaskólinn í Reykjavík hefur frá
1965 rekið kvikmyndaklúbb og sautj-
ánda júní 1968 var stofnað íslenzkt
kvikmyndasafn. Þegar þetta er ritað, eru
allar líkur á, að sýningar þess verði í
Norræna Húsinu á næsta ári.
Undanfarna mánuði hefur sem sé ver-
ið gott til fanga í höfuðstaðnum, hvað
kvikmyndir áhrærir. Sjónvarpið hefur
sýnt þrjár allgóðar myndir: You Can’t
Take It With You eftir Frank Capra,
Mr. Robert eftir John Ford og Toucher
pas au Grisbie eftir Jacques Becer. Sú
fyrsta og önnur bandarísk, hin þriðja
frönsk. Kvikmyndahúsin hafa og sýnt
slæðing ágætra mynda: Cat Ballou eftir
Eliot Silverstein, bandarísk, Rauða eyði-
mörkin eftir Anaonioni, ítölsk, Austan
Eden eftir Elia Kazan, bandarísk, Aska
eftir Andrzej Wajda, pólsk (íslenzkur
titill akademiska bíósins „fram til or-
ustu“). Að hrökkva eða stökkva (The
Fortune Cookie) eftir Billy Wilder, Ég
er forvitin blá eftir Vilgot Sjöman,
sænsk,Mamma Roma eftir P. Pasolini,
ítölsk og Tími úlfsins eftirlngmar Berg-
man. Kvikmyndaklúbbarnir hafa að von-
um sýnt jafnágætar myndir. Kvikmynda-
klúbburinn í Litlabíói sýndi í haust
Tékkana, þá þjóð, sem á undanförnum
árum hefur hlotið heimsfrægð fyrir
kvikmyndir sínar, og þáttur þeirra í
formbyltingunni og trúverðugleikavið-
leitninni í kvikmyndalist nútímans verð-
ur seint fullmetinn. Brottflutningur úr
paradís eftir Brynich, Svarti Pétur eft-
ir Forman, Öpið eftir Jires, Annars kon-
ar tilvera eftir Chytilova, Rómansa fyr-
ir trompet eftir O. Vavra og síðasta sýn-
ingin á starfsárinu var Þœttir úr banda-
rískri kvikmyndasögu. Menntaskóla-
klúbburinn hefur sýnt Ivan grimma eftir
Eisenstein, Judex eftir Franju, frönsk,
Þrúgur reiðinnar eftir John Ford, banda-
rísk, og Metropolis eftir Fritz Lang,
þýzk.
Þar eð engin leið er að gera öllum
þessum fjölda mynda skil, mun aðeins
rætt um einstakar myndir, þótt þær séu
ekki endilega betri en þær, sem útund-
an verða.
You Can’t Take It Witli You frá ’38 er
kímnikvikmynd lítt sambærileg við það,
sem nú gengur undir nafninu „amerísk
gamanmynd“. Fjallað er um sérvitringa-
fjölskyldu, þar sem allir eru náttúraðir
fyrir eitthvað og gera það, sem þá lang-
ar til. Dóttir aðal-sérvitringsins kynn-
ist svo ríkum pabbadreng, syni stífa
bankastjórans, sem vill ekki, að sonur
hans taki niður fyrir sig. Auðvitað end-
ar hann að lokum sem einn af sérvitring-
unum, leikur á munnhörpu og lætur
sem ,,businessinn“ sé ekki til. Hjóna-
efnin eru hamingjusöm. — Capra, sem
var ítalskur innflytjandi, hafði hið
glögga gests auga fyrir einkennum og
fyrirbærum staðarins. Myndin er rót-
fyndin á btztu sprettunum, stöðugur
húmor til staðar og hinn trausti al-
þýðuvinur skín hvarvetna í gegn. Capra
gerði líka myndina Blúndur og blásýra,
sem sjónvarpið sýndi líka og margir
kannast við.
í Rauðu eyðimörkinni (1964) virðist
mér Antonioni fatast tökin. Þótt með
myndinni sé brotið blað, hvað snertir
notkun lita, er efnisþurrðin svo átakan-
leg, að snilldarhandbragðið dugir ekld
til mótvægis.
Cat Ballou frá 1966 er aðhláturssakn-
aðarljóð til hinnar horfnu tíðar. Hún er
með fyndnari myndum, utan að Nat
King Cole var prýðilega leiðinlegur, þar
sem hann kom fram. — Þá kom sýning
á seinna hluta Ég er forvitin, sú bláa.
Hún þótti mér betri en hin gula, öll
miklu jafnari og um leið fyndnari. 1
báðum þessum myndum hefur Sjöman