Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1968, Page 58

Læknaneminn - 01.12.1968, Page 58
58 LÆKNANEMINN g'ongið fram í því af oddi og egg að sundra finnanlegum „tabúum“ og væri synd að segja, að mörg séu eftir á téðu sviði! Rómansa fyrir trompet, var gerð 1966 og sýnd á kvikmyndahátíðinni í Moskvu árið eftir. Rómansa er eina mynd Vavras, sem sýnd hefur verið á Islandi. Efnið er byggt á kvæði Hrúbíns, og fjallar um ást tveggja ungmenna, Voyta og' Terru, og hvernig þau verða aðskil- in. Síðar kemst Voyta að því, að hún hafði dáið skömmu eftir skilnaðinn úr diphteria. Þótt sagan sé ekki stór í snið- um, er myndin vel heppnuð. Andrúms- loftið er þrungið rómantík og rökkri, áhorfandinn skynjar tiifinningar per- sónanna, Ijúf músíkin og töfrar stúlk- unnar Terru fylla musterið. Sérlega vel tekst til í hringekjusenunni og allt and- rúmsloft fjölleikahússins næst aðdáun- arlega vel. Hrópandi andstæða alls þessa er afinn, Voyta er sífellt að stumra yfir honum og leiða hann í gönguferðir. Atriðið, þar sem Voyta klæðir karlinn í líkklæðin (er hinn sið- arnefndi er dauður), er ein svæsnasta nekrófília, sem sézt hefur á hvíta tjald- inu. Furðulegur kafli og einstæður er gönguferðin með afa, sem áður er getið, þegar Voyta baðar sig með árgúunni. Þetta er gróteskt innlegg og ef til vill vafasamt. Það er mjög fýsilegt að fá fleiri myndir Vavra hingað, séu þær allar jafn góðar og Rómansa fyrir trompet. Jwdex (1963) var að mörgu leyti merkileg sýning. Myndir Franjus hafa lítt venð á boðstólum hér á landi. Aur/u án ásýndar var að vísu sýnd í Laugar- ásbíói fyrir nokkrum árum. Judex er Skuggi (Phantomas) eins og menn kannast við úr Vikunni, er hálfur guð- hálfur maður. 1 myndinni sigrar hið góða að lokum, en illþýðið fær makleg málagjöld. Kvikmyndaklúbburinn í Litlabíói sýndi Aparajito, miðhlutann úr þríleik Rays um indverska drenginn Apu (1956 ’67 ’68). Fyrstu mínúturnar eru erfiðar, myndavélin fer hægt yfir, en allt í einu er áhorfandinn kominn inn í þennan heim, hvort sem honum er ljúft eða leitt. Við kynnumst Apu, föður hans og móður, hvernig hann verður að brjóta sér braut til mennta og hvert gjald kemur fyrir. Er Apu er 10 ára gamall, deyr faðir hans. Og á háskólaárunum deyr móðirin ein og fjarri syninum. Þessar tvær lýsingar á komu dauðans taka öllu fram, sem ég hef séð i póesíu kvikmyndanna. Myndin er póesía og póesían er stíleinkenni Rays, einnig í myndum, sem á eftir komu. Þorsteinn Blöndal # Hún: ,,Er það vöxturinn, sem gerir þig svona hrifinn af mér?“ Hann: „Það held ég eklú.“ Hún: „Eða þá hárið?" Hann: „Nei.“ Hún: „ Tennurnar ? ‘ ‘ Hann: „Alls ekki.“ Hún: „Jæja, ég gefst upp.“ Hann: ,,Þar hittirðu naglann á höfuðið." # Ég er ástfangin í ungum manni, skriftafaðir, er það synd? Nei, barnið gott. Við höfum leiðzt út í skóg, er það synd? Nei, það er ekki synd. Við lögðumst í grasið, er það synd? Nei, það er ekki synd. Skógarvörðurinn kom líka og rak okkur strax í burtu. Æ, það var synd.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.