Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1968, Síða 59

Læknaneminn - 01.12.1968, Síða 59
LÆKNANEMINN 59 Fundur í F.L. 16. okt. 1968. Fundurinn var haldinn til að kynna nýliðum í deildinni starfsemi Félags læknanema og námið í deildinni. Formaður, Edda Björnsdóttir, setti fundinn og ræddi síðan um ráðgjafa- kerfi félagsins, en samkvæmt því má hver fyrsta árs nemandi leita til til- tekins mið- cða síðasta hluta nemanda um holl ráð og stuðning í náminu. Edda drap einnig á líf og starf í deildinni, gaf nýliðum mörg góð ráð og hvatti þá til þátttöku I starfsemi félagsins. Guðmundur Þorgeirsson úr kennslu- málanefnd tók næstur til máls og ræddi um fyrsta hluta námsins, og síðan talaði Kristján T. Ragnarsson um námið í mið- og síðasta hluta. Sigmundur Sigfússon, formaður kennslumálanefndar, talaði síðan um fyrirhugaðar breytingar á dcilöarskip- an, kosti þeirra og galla, og dró að lok- um upp stundaskrá fyrsta árs, eins og hún verður samkvæmt hinni nýju reglugerð. Síðan var gert fundarhlé, en eftir það kynnti Sigurður Þorgrímsson, stúd- entaskiptastjóri, stúdentaskipti og Þór- arinn Arnórsson, ráðningastjóri, skýrði frá störfum ráðningastjóra. Að lokum kynnti Vigfús Þorsteinsson, ritstjóri, Læknanemann og hvatti menn til að kaupa Ijósprentaða útgáfu blaðsins. Síðasta verkefni fundarins var að kjósa 2 fulltrúa í fulltrúaráð félagsins, og voru þau Guðlaug Jóhannsdóttir, 1. ár, og Vidar Toreid, 2. ár, kosin. Fundarmenn voru 30—40 talsins, flest- ir fyrsta árs nemendur. Fundur í F.L. 14. nóv. 1968. Fundarefni: Líffræði Islendinga. Ræðumaður: Próf. Jón Steffensen. Formaður félagsins setti fundinn og bauð ræðumann velkominn og kynnti hann og gat ýmissa vísindastarfa hans. Jón Steffensen tók síðan til máls og ræddi um helztu liffræðirannsóknir, sem gerðar hafa verið á Islendingum, eink- um til að athuga líffræðilegan mun þeirra fyrr og nú og skyldleika þeirra við Norðmenn og Ira. Sagði ræðumað- ur, að helzt hefði verið beitt rann- sóknum á blóðflokkum og beinum og sögulegum rannsóknum. Sögulegar heimildir benda til þess, að flestir landnámsmenn hafi verið af norskum ættum, en nokkrir af írskum. Blóðflokkarannsóknir sýna, að A- fiokkurinn er algengastur meðal lang- flestra Evrópuþjóða, en næstur er O- flokkurinn. Meðal Islendinga, Ira, Kelta og Baska er O-flokkurinn algengastur og A-flokk- urinn næstur. Ætla má, að blóðflokkaskipan hafi verið nálega óbreytt meðal Islendinga frá landnámsöld vegna lítillar blöndun- ar, og ættu samkvæmt þvi um 67 % land- námsmanna að hafa verið Irar eða Skot- ar, en próf. Steffensen taldi það of háa hundraðstölu. Beinarannsóknirnar eru t. d. fólgnar í því að rannsaka tíðni bcingadda og -garða á efri og neðri kjálkum (torus palatinus og torus mandibularis) og einnig í lengdarmælingum beina. Alitið er, að garðarnir og gaddarnir séu arfgengir. Þeir eru algengastir í N- Evrópu, þar sem að mestu leyti var lifað á dýrafæðu, og mest ber á þeim hér, þegar minnst var um korninnflutn- ing. Annar garðurinn er algengastur meða.1 Norðmanna, en hinn meðal Ira og lítil hjálp er að þeim í rannsóknum á uppruna Islendinga. Lengdarmælingar beina sýna, að með- alhæð landsmanna var mest að fornu

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.